Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Qupperneq 91

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Qupperneq 91
Nokkrar minningar frá hernámsárunum honum. Og þama beið hans annað staup ef hann kærði sig um. Hann vissi líka að hermennirnir vildu honum vel. Eftir nokkra umhugsun ákvað Grímur að fara að vilja þessara velgerðarmanna sinna. Hann dreif sig úr gegnvotum fötun- um í vel hlýrri stofunni og klæddi sig í fötin sem hermaðurinn hafði fært honum. Það var allt í lagi með þau. Það fylgdi einnig baðhandklæði svo að Grímur gat þurrkað skrokkinn á sér vel áður en hann klæddi sig. Hann gat nú ekki annað en brosað. Jæja, þetta átti þó Hallgrímur bóndi á Skálanesi eftir að lifa, að klæðast breskum hermanna- fötum. Flest gat nú drifið á dagana! Þegar Grímur hafði nýlokið við að hafa fataskipti heyrði hann kallað framan við dyrnar: „Hallo papa, o.k.?“ „Yes“ sagði Grímur því að svo mikið kunni hann þó í ensku að hann vissi að „yes“ þýddi „já“. Gekk þá inn í stofuna til hans hermaður sem benti honum á að fylgja sér. Fór Grímur með honum inn í borðstofu. Þar var á borðum heit kraftsúpa, nautasteik með káli, sósum og kryddi, ásamt brauði, smjöri, osti, öli og ýmsum fleiri tegundum af mat. Grímur þekkti ekki allt það góðgæti sem þarna var framreitt. Hann var ekki vanur slíkum hátíðamat og það þá síst á úrsvölu óveðurshaustkvöldi. En hvað um það, Grímur tók nú hressilega til matar síns enda orðinn matarþurfi eftir strangan óveðursdag og langa göngu. Að lokinni máltíð sótti herkokkurinn whiskystaupið inn í stofu og setti hjá Grími. Hrollurinn var nú horfinn úr honum en þótt hann væri ekki vínmaður þá tók hann staupið og smádreypti á því þá stund sem hann sat þama og jafnaði sig. Þegar Grímur hafði tæmt whiskystaupið var honum vísað aftur til stofunnar sem hann hafði haft fataskipti í. I stofunni var legubekkur. A honum voru næg ullarteppi. Þarna var „papa“ vísað til sængur í sínu eigin húsi. Allt kom þetta honum undarlega fyrir sjónir. Þegar Grímur hafði þvegið sig og jafnað vel gekk hann til náða. Sofnaði hann fljótt og svaf af nóttina í einum dúr. Grímur vaknaði snemma um morguninn. Þá var komið besta veður. Þegar hann hafði gert vart við sig, að hann væri vaknaður, kom sami hermaðurinn, og færði honum hermannafötin kvöldið áður, inn í stofuna til hans með fötin hans á handleggnum, þurr og vel tilhöfð. Grímur ætlaði strax af stað eftir að hann var kominn í sinn eigin fatnað. Hann ætlaði að þakka fyrir sig og kveðja. En áður en til þess kom var honum vísað til borðstofu. Svangur átti „papa“ ekki að yfirgefa sitt gamla heimili. Var honum borinn matur af mikilli rausn. Þegar Grímur hafði fengið sig vel mettan af ágætum mat kvaddi hann þessa gestgjafa sína sem tóku á móti honum með kúlnahríð kvöldið áður en kvöddu hann nú með mikilli vinsemd. Hann þakkaði vel fyrir sig og ennþá á sínu máli sem í þetta sinn var af öðrum rótum runnið en þegar hann henti smíðatólum smiðsins út um gluggann og gerði sig líklegan til að láta hann fara sömu leiðina. Aður en Grímur fór hafði liðsforinginn fengið honum seðil sem á var ritað á ensku. Þar stóð að þegar „papa“ kæmi næst í heimsókn skyldi hann láta varðstöðina vita um komu sína í síma svo að ekki yrði um frekari árekstra að ræða. Hélt Grímur nú af stað og gekk um land sitt í góðu veðri og hugaði að fé sínu. Það virðist allt í lagi með það. Hann hélt síðan heim til sín inn í kaupstaðinn. Seinna um haustið sótti Grímur fé sitt. Þá gekk allt árekstralaust. Hann fór þá líka að ráðum liðsforingjans í það skipti og tilkynnti komu sína. Þannig lauk sam- 89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.