Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Síða 113

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Síða 113
Hreindýraveiðar sleppa taum af hesti, þá var allt í uppnámi. Þegar við höfðum komið þessum sjö dýrum í klyfjar og gengið frá á hestunum var haldið af stað til byggða en þá var mjög liðið á dag og þegar við komum að Hölkná var orðið nær aldimmt. A sex hestum var gengið frá eins og lýst er hér að framan, einn tarfur á hverjum hesti og þar með stórhymdur haus öðru megin á hverjum þeirra. A einum hestinum var kýrskrokkur- inn og þar með eitthvað af öðru dóti. Þegar yfir Hölkná var komið uppgötvaðist að hálfur kýrskrokkurinn var týndur og fannst ekki við fljótlega leit en ekki gott að eyða tíma frá lestinni, því með dimmunni urðu hestarnir órólegri og hættulegt ef þeir riðl- uðust eitthvað vegna hornanna sem stóðu út í loftið og gátu þá rekist í næsta hest. Þama voru skildar eftir klyfjarnar af þessurn hesti. Hitt héldum við með áfram upp undir Kálfafellsslakkann en þar sem við treystum okkur ekki til að fara með lestina niður brekkumar í Hrafnkelsdalnum í myrkrinu, tókum við af hestunum þama austan í brúninni. Um leið og við höfðum sleppt hendi af hestunum þutu þeir út í myrkrið en við höfðum ekki sleppt taumum reiðhest- anna, annars hefðu þeir verið þotnir líka. Við riðum svo af stað og fundum lausu hestana á leið okkar niður í dalinn. Eftir nætursvefn á Aðalbóli sóttum við svo flutning okkar og fundum þá í leiðinni klyf- ina sem týnst hafði kvöldið áður, var hún í Hölknánni en hafði í myrkrinu litið út eins og einn steinninn og því ekki auðfundin við þær aðstæður. Næsta dag sóttum við svo tarfana þrjá og var ekkert sögulegt við þá ferð. A þessum árum var ekki hægt að selja hreindýrakjöt og var allt þetta kjöt notað til matar á heimilunum. Þá voru ekki komnar frystikistur og varð að geyma þetta með hefðbundnum aðferðum, saltað og reykt, en Höfundur skimar eftir hreindýrum norðan Snœ- fells. Ljósm.; Jónas Arnason. þó var dálítið soðið niður sem þá var ný- mæli. Nýtt var svo notað eins mikið og hægt var og þann tíma ekkert etið annað en hreindýrakjöt. Það kom fyrir að móðir mín bjó til lifrarpylsu úr hreindýralifrinni og notaði þá mörinn sem tarfarnir safna á malirnar í það slátur. Næsta haust fórum við einnig á hreindýraveiðar, höfðum þá svipað mörg leyfi og árið áður. Það haust fundum við hreindýrin í Eyvindarfjöllum og var það stærsti hreindýrahópur sem ég hafði þá séð, töldum við að í þeim hópi væru um það bil 800 dýr. Gekk okkur veiðin erfiðlega það haust, því í svona stórurn hóp þar sem að- eins má skjóta viss dýr, í þessu falli gömlu tarfana, er erfitt að komast í færi en það mátti ekki vera langt, þar sem við vorum 111
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.