Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Side 152

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Side 152
Múlaþing Þráðarleggur með togþrœði, sjá nr. 2 á bls.147. Myndað með leyfi Minjasafns Austurlands. Vallanes og drukknuðu. Guðfinna og Jón áttu soninn Odd (7020), sem var þá árs- gamall. Eftir þetta fór Guðfinna frá Meðal- nesi. I maí 1831 var hún bústýra Péturs bróður síns á Hreiðarsstöðum en 16. okt.óber um haustið giftist hún Bjarna Bjarnasyni frá Krossi, bæði talin þá til heimilis á Setbergi. Vorið 1832 fóru þau í húsmennsku í Skógargerði en þar bjó Sigfús bróðir Guðfinnu. Þar fæddist fyrsta barn þeirra, sonurinn Jón. Oddur Jónsson fylgdi móður sinni. Vorið 1833 hófu þau búskap á Asseli í Fram-Fellum. Þar var búið af og til og hafa þau byggt upp bæjarhús á gömlum rústum en ekki þurfti að byggja fjárhús, því þarna voru beitarhús frá Asi. Beitiland er snoturt og engjar dágóðar, einkum í Þúfublá. Son- urinn Bjarni fæddist 7. mars 1834. Vorið 1836 fluttust Bjarni og Guðfinna að Sigurðargerði, sem var hjáleiga frá Asi, hagsæl jörð og gott land í fjalli og heiði. Bæjarhús hefur þurft að byggja upp, því enginn hafði búið þar frá 1822. Beitarhús voru uppistandandi. Engjar voru ekki eins samfelldar og á Asseli. Þar fjölgaði á heim- ilinu svo um munaði: Ingunn Margrét f. 4. maí 1836, Einar 21. nóvember 1838, Finnur 28. okt. 1839 og Helga 18. febrúar 1842. Voru börnin orðin sjö á heimilinu og húsakostur að líkindum ekki rúmgóður. Skeggjastaðir í Fellum eru stórglæsileg jörð með mikinn heyskap í túnum og á Teigum, sem eru víðlendir mýrarflákar neðan bæja. Hefur það land að mestu verið framræst nú og ræktað. Þau fluttust þangað árið 1842. En landþröng hefur orðið í högum og vetrarbeit kröpp. Þríbýli var meirihluta búskapartíma þeirra auk þess sem búið var í hjáleigunni Götu samtýnis og samtímis. Þeim fæddust tvíburatelpur 1846 en dóu báðar sama ár. Yngsta bamið var Pétur Metúsalem, f. 29. nóvember 1849. Var hann 10. barn Guðfinnu. Hún lést á Skeggja- stöðum 14. janúar 1851 frá yngsta baminu rúmlega ársgömlu. Oddur Jónsson fylgdi ætíð móður sinni. Bjarni Magnússon var á Krossi til 1843, fluttist þá til sonar síns á Skeggjastöðum og lést þar 1847. Bjarna Bjarnasyni hefur þótt beitar- þröng fyrir búfé á Skeggjastöðum og fjölskyldan var stór. Vorið eftir lát Guðfinnu hafði hann ábúðarskipti við Einar (6373) Jónsson í Kollsstaðagerði á Völlum og fór þangað með böm sín. Oddur Jónsson hóf búskap á Hreiðarsstöðum og bjó þar til æviloka. Bjarni talaði hlýlega um stjúpson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.