Gerðir kirkjuþings - 2008, Qupperneq 17

Gerðir kirkjuþings - 2008, Qupperneq 17
 17 Hlutdeild kirkjunnar í uppeldi og fræðslu, menningu og mannlífi er flestum kunn og hefur sannarlega verið virt og metin og þökkuð. Þegar Skálholt var hafið til vegs og virðingar að nýju og afhent Þjóðkirkjunni til eignar og umsjár 1963 sagði Bjarni Benediktsson kirkjumálaráðherra að það væri gert í þakkar skyni fyrir „ómetanlegan þátt kirkjunnar í mótun íslenskrar menningar og þróun hennar á hverju sem hefur gengið.“ Tuttugu árum síðar, á vígsluafmæli Skálholtskirkju, minntist biskup Íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, þess að hér hefði verið ein kirkja í landi í nær þúsund ár, engin ný kirkja hefði verið stofnuð á Íslandi þegar Gissur Einarsson settist að stóli í Skálholti í umróti siðaskipta. Hann sagði jafnframt: „Við engan skal metast um eitt eða neitt. En samhengi íslenskrar kirkjusögu mætti vera augljósara hér í Skálholti en á öðrum stöðum. Dóm- kirkjan hér rís jafnt á moldum þeirra allra, hvort sem er höfundur Hungurvöku eða Oddur Gottskálksson, Þorlákur helgi eða meistari Jón. Ég vil sjá þá saman fyrir þessu altari.“ Þessi var vilji Sigurbjörns biskups – að sjá þá saman fyrir einu altari – og þessi er vilji Þjóðkirkjunnar – að standa öllum opin hvenær og hvar í landi sem er. Kirkjan hefur skynjað æðaslög samtímans og kostað kapps um að virða og meta mismunandi sjónarmið og tilfinningar. Afstaða hennar til málefna samkynhneigðra má vera dæmi um þetta þótt sumum hafi á stundum þótt kirkjuskútan helst til hægfara. Kirkjuþing samþykkti í fyrra viljayfirlýsingu um það að prestum Þjóðkirkjunnar, sem eru vígslumenn að lögum, yrði heimilt að staðfesta samvist einstaklinga af sama kyni og fá þeim þannig í hendur þau borgaralegu réttindi, sem áður þurfti að sækja í hendur veraldlegra vígslumanna. Þetta hefur nú verið í lög leitt af Alþingi og Þjóðkirkjan hefur með afstöðu sinni skipað sér í hóp þeirra lútersku kirkna um heimsbyggðina, sem lengst ganga í því að meta stöðu samkynhneigðra til jafns við stöðu annarra. Hún vill þannig sjá alla saman fyrir einu altari eins og Sigurbjörn biskup kallaði eftir. Nú bregður hins vegar svo við að ýmsir ganga fram fyrir skjöldu, nokkrir prestar Þjóðkirkjunnar þar á meðal, og telja það mannréttindabrot að ekki skuli vera ein hjúskaparlög í landi hér, hátt er hrópað að engan afslátt megi veita af mannréttindum. Það er stórt orð Hákot - og stundum betra að temja sér hógværð á tungu. Það sjá allir sanngjarnir menn að samkynhneigðir njóta ná- kvæmlega sömu réttarstöðu í Þjóðkirkjunni og allir aðrir. Þótt sumum kunni að þykja betur við hæfi – og það er spurning um smekk og orðsifjafræði – að hafa ein hjúskaparlög mega menn ekki hætta að sjá skóginn fyrir trjám. Það getur ekki verið brot á mannréttindum eða afsláttur af mannréttindum að veita einum hópi nákvæmlega sömu réttindi og öðrum hópi þótt það sé gert með tvennum lögum eða mismunandi orðalagi. Þá er hugtakið mannréttindi farið að merkja eitthvað allt annað en liggur til grundvallar alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og stjórnarskrárákvæðum um jafnrétti og mannréttindi. Góðir áheyrendur. Ég sagði áðan að sjálfsstjórn kirkjunnar hefði aukist verulega á starfstíma Kirkjuþingsins undangengna hálfa öld. Þáttaskil urðu í þeim efnum fyrir rúmum áratug þegar sett voru lög nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunnar. Þá urðu straumhvörf í skipulagi kirkjunnar og sjálfstæði hennar gagnvart ríkisvaldinu var aukið verulega um leið og Kirkjuþing fékk það vandasama hlutverk að vera í raun lifandi og leiðandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.