Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 112

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 112
110 Stjórnendur Kennurunum liggur vel orð til stjórnenda skólans og telja að hjá þeim eigi þeir hauka í homi. Hins vegar séu þeir of hlaðnir störfum og að það bitni á skólastarfinu. Vegna þess hika kennarar við að leita til þeirra nema nauðsyn beri til. Vinnuálagið á stjórnendum tefur úrlausn mála sem eru að velkjast of lengi og klárast jafnvel ekki. „Ég held að þetta sé stærsta vandamál skólans,“ segir einn kennaranna. Þeir láta í ljós þá skoðun að vegna þessa mikla álags við rekstur og stjórnun geti skólastjórarnir ekki sinnt „faglegum málum“. Kennararnir segja að skólastjórnendur sjáist ekki mikið á kennslusvæðinu. „Þeir mættu vera sýnilegri,“ segja þeir. Þeir „mættu koma og kynna sig,“ segir Inga því „það er ekkert víst að börnin þekki þá“. En skólastjórarnir eru „bara að drukkna í alls kyns málum, agamálum og öðrum málum“ og þess vegna sjást þeir lítið. „Þetta fólk er að sligast af einhverri skrifstofuvinnu“. Kennarar segja að stjómendur fylgist lítið með því sem þeir eru að gera og líti ekki inn til þeirra í kennslu, en vildu gjaman að þeir gerðu meira af því. Pétur segir um það: Það væri gott ef skólastjórnendur reyndu að leita fregna og hafa meira samband við kennarana að fyrra bragði. Eg held að það væri til mikilla bóta. Það myndi skapa miklu nánari og persónulegri tengsl og kennaranum myndi líða betur ef hann finndi meiri stuðning frá stjómendum. Kennararnir tala um að það vanti hvatningu og hrós frá yfirmönnum fyrir það sem vel sé gert. En það er ekki hægt að búast við uppörvun og hvatningu ef stjórnendur komast ekki til að fylgjast með því sem kennararnir eru að gera. Kennararnir sögðu að vissulega fengju þeir að heyra það einu sinni á ári að við þennan skóla væru góðir og duglegir kennarar en það væri ekki það sama og að fá persónulega hvatningu eða viðurkenningarorð fyrir það sem þeir væru að gera. Um líðan kennara í starfl Þreyta og jafnvel vonleysi kemur víða fram í viðtölum við kennarana. Þeir segja þreytuna vaxandi meðal allra starfsmanna skólans og komi hún meðal annars fram í aukinni umræðu um erfiða stöðu skólans, neikvæðum viðhorfum í garð foreldra og skólahverfis, fleiri veikindaforföllum starfsmanna og í umræðu um að nú sé fólk búið að fá nóg. Sumir tala um að fara í leyfi eða jafnvel hætta í starfi. Þá gætir ákveðins vonleysis um að hægt verði að ná fram breytingum til batnaðar. Þegar kennarar hafa ítrekað leitað eftir stuðningi eða hjálp fyrir einstaka nemendur sem ekki fæst fyrr en seint og um síðir vekur það vanmáttartilfinningu og jafnvel reiði. Stundum þarf að bíða í heilt ár eftir slíkri hjálp. „Það fer ofboðslega í taugarnar á mér“ segir einn kennaranna. Það tekur á að vita um erfiðar aðstæður og líðan barns, en að geta hvorki liðsinnt því né bætt úr á nokkurn hátt er enn erfiðara. Þetta tekur „gífurlega orku frá manni“, segir Jórunn og vandamálin valda því „að maður getur ekki einbeitt sér eins að kennslunni“. Harpa talar um kvíða: „A haustin kemur alltaf fram kvíði. Hvað eru komnir margir nemendur í bekkinn? Hvemig eru þeir?“. Hún segir kvíðann koma vegna þess hve það sé algengt að fá inn „nemendur með vandamál". Einnig veldur það kvíða þegar von er á nýju barni í bekkinn á miðjum vetri samanber eftirfarandi orð: „Þá bara signir maður sig því það er 90% öruggt að það er einhver stórvandi sem fylgir því“. Slakur árangur nemenda á samræmdum prófum dregur kennarana niður. Niðurstöður prófanna eru birtar opinberlega og kennarar vita að margir munu meta skólann og störf þeirra sjálfra út frá þeim. Við „sjáum og fáum alls staðar að heyra að við séu niðri á botni,“ segir Gerður og „auðvitað fer illt umtal um vinnustaðinn illa í mann“. Kennaramir finna hvað róðurinn er þungur og hvað hefðbundið skólanámið, sem er mest bóknám, skilar mörgum nemendum þeirra litlu. Sumir hafa efasemdir um áherslur skólans og velta því fyrir sér hvort þeir séu á réttri leið. Sævar hefur velt þessu mikið fyrir sér og hefur áhyggjur af því sem honum finnst blasa við, sem er Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.