Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 118
116
vandamál og viðfangsefni sem snerta alla þá
sem taka sér fyrir hendur að framkvæma ytra
mat á stofnunum.' Á síðari árum hefur vitund
um mikilvægi þverfaglegra vinnubragða
aukist. I þessari grein er tölvuvert fjallað um
rannsóknir og rannsakendur og þá yfirleitt
með tilvísun til þess að sama eigi yfirleitt við
um mat og matsaðila. Hér á eftir verður nánar
fjallað um skilgreiningar á mismuninum á mati
og rannsóknum.
Matsaðili
Matsaðili er sá sem framkvæmir mat, heldur utan
um gögn og skilar niðurstöðu í einhverskonar
skýrsluformi. Til að framkvæma mat verður
matsaðili því skilyrðislaust að vera í tengslum
við þá sem metnir eru. Þetta hlutverk er oft
vandasamt. í aðferðafræði er stundum rætt um
„að vera á bandstrikinu“ vera á mörkum tveggja
heima, það er heimsins sem verið er að rannsaka
og heimsins sem rannsakandi tilheyrir (við og
hinir). Rannsakandi er sjaldan hluti af hópnum
sem hann er að framkvæma rannsókn í. Sams-
konar vangaveltur eiga rétt á sér í tengslum við
mat. Hvenær er matsaðilinn á bandstrikinu?
Stundum er það þannig að matsaðili, sem
er tengdur einhverjum hagsmunahópnum
sterkum böndum, nýtur ekki fulls trausts
annarra hagsmunahópa (sjá til dæmis deilu
um úttekt á starfi Iðnskólans í Reykjavík
I998 á heimasíðu Menntamálaráðuneytisins1 2).
Hlutverk rannsakanda á vettvangi hefur verið
til umfjöllunar og má að hluta yfirfæra þá
umræðu á matsaðila. Samkvæmt Kristiansen
og Kogstrup (1999) hefur umræðan aðallega
snúisl um gagnkvæm áhrif rannsakandans og
þess sem hann er að rannsaka. Hvernig birtist
til dæmis rannsakandinn sjálfur í efni þar sem
hann kemur við sögu, í hvernig ljósi sýnir
hann sjálfan sig? Þetta eru vangaveltur sem
tengjast áreiðanleika, sem og siðfræði mats og
matsaðila. Weiss (1998) bendir á mikilvægi
þess gera sér grein fyrir sjálfstæði matsaðili og
því að ekki sé unnt að svipta hann sjálfræði. Á
endanum verði hann ætíð að vera trúr sjálfum
sér og eigin gögnum lfka þegar niðurstöður eru
óþægilegar. Wolcott (1990) telur að rannsakandi
verði að vera í ákveðnu hlutverki á vettvangi.
Hann bendir á gildi þess að rannsakandi taki
þátt í félagslegum samskiptum, og gefi á þann
hátt fólki færi á að nálgast hann, en bendir
jafnframt á mikilvægi þess að kunna að þe«ja
og hlusta samt á þann hátt að viðkomandi
finnist hann njóta athygli. Hann telur að
rannsakandi verði að iðka ákveðna jafnvægislist
milli þess að gefa of mikið af sér eða of
lítið. Segir hann rannsakendur oft verða eigin
verstu óvini þegar þeir verði aðalþátttakendur
rannsókna sinna. Sérstaklega varar hann við
þessu þegar fólk er að rannsaka svið sem það
telur sig þekkja vel eins og oft er um skólafólk.
Það telur sig vita hversvegna og hvað er að
gerast í skólastofnunum og á þá til að draga
fljótfærnislegar ályktanir. Wolcott segir að ef
hann hafi sterkar tilfinningar gangvart því sem
hann er að rannsaka hafi hann tamið sér að
afhjúpa þær fyrir lesandanum. Ljóst má vera að
samband matsaðila og þess sem hann er að meta
er aldrei einfalt. Að gera sér grein fyrir eigin
tilfinningum og þeim áhrifum sem aðrir hafa á
þær ásamt virðingu, viðurkenningu og hógværð
gagnvart viðfangsefninu eru grundvallaratriði
til þess að vel geti tekist til.
Yið og hinir
I rannsóknum er sem fyrr segir rætt um að
vera á rnilli tveggja heima, þess sem ég tilheyri
og þess sem ég er að rannsaka, okkar og
hinna. Sama flokkun á við í mati. Vandamál
matsaðila getur verið að hann tilheyrir jafnvel
báðum hópunt (sjá til dæmis í LeComte
og Preissle, 1993). Sjálf er ég dæmi um
11 þessari grein verður hugtakið stofnun notað sem yfirheiti yfir stofnanir, stefnur og verkefni, ekki verður
sérstaklega greint á milli við hvað er átt hverju sinni.
:Miklar deilur risu innan skólans um traust til matsaðila og í kjölfarið trúverðugleika matsins. Þeir sem
efuðust um vinnubrögð matsaðila töldu að ekki væri farið af sanngirni með þeirra hlut og í framhaldi af því
væri matið ekki trúverðugt. Töldu þeir til dæmis að matsaðilar hefðu haft meira samráð en eðlilegt getur
talist við ákveðinn hóp innan skólans (Sigrún Jóhannesdóttir, 1999).
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004