Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 167
165
þær ákvarðanir skila sér í raun í kennslu eða
í námi nemenda. Að skilja nám og kennslu
er mikilvægt að huga að hugmyndum þeirra
sem taka ákvarðarnir enda sýna rannsóknir
að breytingar á kennsluháttum þurfa, ef vel
á að takast, ekki aðeins að taka til athafna
kennara heldur ekki síður hugmynda þeirra og
starfskenninga um kennslu (Fullan, 2001).
Markmið rannsóknar minnar er tvíþætt: Að
varpa ljósi á þær leiðir sem háskólakennarar
(einir og í stærri hópum) fara við að taka
ákvarðanir um nám og kennslu (námskrá)
og að skoða og skilja hvað hefur áhrif á
þær hugmyndir sem búa að baki ákvörðunum
þeirra um nám og kennslu.
Rannsóknaraðferð
Sá hluti rannsóknar sem hér er kynntur byggir
á viðtölum og þátttökuathugunum sem fóru
fram í iðnaðar- og vélaverkfræðiskor Háskóla
Islands haustið 2002. Við val á háskólagrein
studdist ég við kenningar Becher og Trowler
(2001) sem flokka háskólagreinar í fjóra
meginflokka: haröar tœrar, mjúkar tœrar,
harðar hagnýtar og mjúkar hagnýtar eftir
þekkingarfræðilegum einkennum greinanna.
Þannig var skor iðnaðar- og vélaverkfæði valin
sem fulltrúi fræðigreina sem falla undir það
að vera harðar og hagnýtar. Skor iðnaðar- og
vélaverkfræði var því skoðuð sem einstakt
tilvik (case) en niðurstöður verða síðar nýttar
til samanburðar við námskrárgerð innan fleiri
háskólagreina. Gagna var aflað með viðtölum
við fimm kennara í iðnaðar- og verkfræðiskor
auk þess sem þátttökuathuganir voru gerðar
á þremur skorarfundum þar sem sérstaklega
var fjallað um ákvarðanir um nám og kennslu.
Vísað er í kennarana sem rætt var við, eina
konu og fjóra karlmenn, undir öðrum nöfnum
en þeirra eigin. Viðtölin og þátttökuathuganir
voru skrifuð upp, kóðuð og marglesin yfir
með þessa spurningar í huga: Hvernig taka
kennarar ákvarðanir um nám og kennslu?
Hvað hefur áhrif á það hvernig kennarinn
skipuleggur námskeið sín? Við greiningu á
viðtölunum komu fram nokkur meginþemu
eða stef sem hér verða tekin til umfjöllunar.
Niðurstöður
Námskrárgerð sem einkamál eða samstarfs-
verkefni
Hvert leita kennarar, námskrárgerðarmenn-
irnir, þegar þeir þurfa að taka ákvarðanir um
nám og kennslu? Kennurunum, sem rætt var
við, var öllum tíðrætt um hinn góða anda sem
ríkti innan skorar, á milli kennara innbyrðis
svo og á milli kennara og nemenda. Kennarar
eru, þrátt fyrir einstaka ágreining um námskrá
og kennslu, hinir bestu kunningjar og vinir inn
við beinið. Þeir standa saman að breytingum
á námskeiðum og vinna saman námskrárgerð
þegar um meiriháttar breytingar á skipulagi
náms eins og einn kennaranna lýsir því:
„Ég held að námskeiðin sem slík séu ekki hönnuð
af einhverjum ákveðnum aðila. Það er einhver
sem drífur þetta af .og fær þá viðkomandi
fagkennara með sér eða sem er á þessu sama
sviði.. .yfirleitt er þetta svona tveir. þrír á hverju.
Þeir taka alfarið ákvörðun um uppbyggingu og
innihald og hvemig er prófað og svoleiðis “
S lík námskrárgerð er þó ekki algeng. Y firleitt eru
kennarar að taka ákvarðanir um smávægilegri
námskrárbreytingar innan einstakra námskeiða
og sjaldan er verið að skoða námið í heild þó
sú hugmynd hafi vissulega verið viðruð. Einn
kennari segir t.d.:
„En ég hef nú stundum verið að tala fyrir því hér í
skorinni að við ættum að fara inn í öll námskeiðin
á neðri árunum og reyna að átta okkur á markmiði
hvers. Ef við einhvers staðar finnum námskeið
sem hefur óljós markmið og styður ekki seinni
kúrsa að þá að endurskoða það. “
Oftar en ekki eru þó ákvarðanir um nám og
kennslu teknar af einstökum kennurum án
samráðs við aðra. Einn vandi námskrárgerðar í
Háskólanum er jú smæðin og sú staðreynd að
það er oft ekki nema einn kennari sérfræðingur
á fræðasviðinu Slíkt takmarkar möguleika
kennara á að ræða og starfa saman að skipulagi
náms og kennslu. Ragnar lýsir þessu svo:
„Að vísu eru svona ákveðin atriði í kennslu
sem maður spjallar við aðra um eins og hvort
menn hafi skyndipróf og inn í miðju misseri
og þess háttar. En svona meira með inntakið í
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur2004