Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Qupperneq 167

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Qupperneq 167
165 þær ákvarðanir skila sér í raun í kennslu eða í námi nemenda. Að skilja nám og kennslu er mikilvægt að huga að hugmyndum þeirra sem taka ákvarðarnir enda sýna rannsóknir að breytingar á kennsluháttum þurfa, ef vel á að takast, ekki aðeins að taka til athafna kennara heldur ekki síður hugmynda þeirra og starfskenninga um kennslu (Fullan, 2001). Markmið rannsóknar minnar er tvíþætt: Að varpa ljósi á þær leiðir sem háskólakennarar (einir og í stærri hópum) fara við að taka ákvarðanir um nám og kennslu (námskrá) og að skoða og skilja hvað hefur áhrif á þær hugmyndir sem búa að baki ákvörðunum þeirra um nám og kennslu. Rannsóknaraðferð Sá hluti rannsóknar sem hér er kynntur byggir á viðtölum og þátttökuathugunum sem fóru fram í iðnaðar- og vélaverkfræðiskor Háskóla Islands haustið 2002. Við val á háskólagrein studdist ég við kenningar Becher og Trowler (2001) sem flokka háskólagreinar í fjóra meginflokka: haröar tœrar, mjúkar tœrar, harðar hagnýtar og mjúkar hagnýtar eftir þekkingarfræðilegum einkennum greinanna. Þannig var skor iðnaðar- og vélaverkfæði valin sem fulltrúi fræðigreina sem falla undir það að vera harðar og hagnýtar. Skor iðnaðar- og vélaverkfræði var því skoðuð sem einstakt tilvik (case) en niðurstöður verða síðar nýttar til samanburðar við námskrárgerð innan fleiri háskólagreina. Gagna var aflað með viðtölum við fimm kennara í iðnaðar- og verkfræðiskor auk þess sem þátttökuathuganir voru gerðar á þremur skorarfundum þar sem sérstaklega var fjallað um ákvarðanir um nám og kennslu. Vísað er í kennarana sem rætt var við, eina konu og fjóra karlmenn, undir öðrum nöfnum en þeirra eigin. Viðtölin og þátttökuathuganir voru skrifuð upp, kóðuð og marglesin yfir með þessa spurningar í huga: Hvernig taka kennarar ákvarðanir um nám og kennslu? Hvað hefur áhrif á það hvernig kennarinn skipuleggur námskeið sín? Við greiningu á viðtölunum komu fram nokkur meginþemu eða stef sem hér verða tekin til umfjöllunar. Niðurstöður Námskrárgerð sem einkamál eða samstarfs- verkefni Hvert leita kennarar, námskrárgerðarmenn- irnir, þegar þeir þurfa að taka ákvarðanir um nám og kennslu? Kennurunum, sem rætt var við, var öllum tíðrætt um hinn góða anda sem ríkti innan skorar, á milli kennara innbyrðis svo og á milli kennara og nemenda. Kennarar eru, þrátt fyrir einstaka ágreining um námskrá og kennslu, hinir bestu kunningjar og vinir inn við beinið. Þeir standa saman að breytingum á námskeiðum og vinna saman námskrárgerð þegar um meiriháttar breytingar á skipulagi náms eins og einn kennaranna lýsir því: „Ég held að námskeiðin sem slík séu ekki hönnuð af einhverjum ákveðnum aðila. Það er einhver sem drífur þetta af .og fær þá viðkomandi fagkennara með sér eða sem er á þessu sama sviði.. .yfirleitt er þetta svona tveir. þrír á hverju. Þeir taka alfarið ákvörðun um uppbyggingu og innihald og hvemig er prófað og svoleiðis “ S lík námskrárgerð er þó ekki algeng. Y firleitt eru kennarar að taka ákvarðanir um smávægilegri námskrárbreytingar innan einstakra námskeiða og sjaldan er verið að skoða námið í heild þó sú hugmynd hafi vissulega verið viðruð. Einn kennari segir t.d.: „En ég hef nú stundum verið að tala fyrir því hér í skorinni að við ættum að fara inn í öll námskeiðin á neðri árunum og reyna að átta okkur á markmiði hvers. Ef við einhvers staðar finnum námskeið sem hefur óljós markmið og styður ekki seinni kúrsa að þá að endurskoða það. “ Oftar en ekki eru þó ákvarðanir um nám og kennslu teknar af einstökum kennurum án samráðs við aðra. Einn vandi námskrárgerðar í Háskólanum er jú smæðin og sú staðreynd að það er oft ekki nema einn kennari sérfræðingur á fræðasviðinu Slíkt takmarkar möguleika kennara á að ræða og starfa saman að skipulagi náms og kennslu. Ragnar lýsir þessu svo: „Að vísu eru svona ákveðin atriði í kennslu sem maður spjallar við aðra um eins og hvort menn hafi skyndipróf og inn í miðju misseri og þess háttar. En svona meira með inntakið í Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200
Qupperneq 201
Qupperneq 202
Qupperneq 203
Qupperneq 204
Qupperneq 205
Qupperneq 206
Qupperneq 207
Qupperneq 208
Qupperneq 209
Qupperneq 210
Qupperneq 211
Qupperneq 212
Qupperneq 213
Qupperneq 214
Qupperneq 215
Qupperneq 216
Qupperneq 217
Qupperneq 218
Qupperneq 219
Qupperneq 220
Qupperneq 221
Qupperneq 222
Qupperneq 223
Qupperneq 224
Qupperneq 225
Qupperneq 226
Qupperneq 227
Qupperneq 228
Qupperneq 229
Qupperneq 230
Qupperneq 231
Qupperneq 232
Qupperneq 233
Qupperneq 234
Qupperneq 235
Qupperneq 236
Qupperneq 237
Qupperneq 238
Qupperneq 239
Qupperneq 240
Qupperneq 241
Qupperneq 242
Qupperneq 243
Qupperneq 244
Qupperneq 245
Qupperneq 246
Qupperneq 247
Qupperneq 248
Qupperneq 249
Qupperneq 250
Qupperneq 251
Qupperneq 252
Qupperneq 253
Qupperneq 254
Qupperneq 255
Qupperneq 256
Qupperneq 257
Qupperneq 258
Qupperneq 259
Qupperneq 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.