Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 14
Anna Helga Jónsdóttir, Freyja Hreinsdóttir, Guðrún Geirsdóttir, Rögnvaldur G. Möller og Gunnar Stefánsson
Áhyggjuefni er hversu hátt hlutfall nem-
enda nær ekki viðunandi árangri í fyrstu
námskeiðum í stærðfræðigreiningu á
Verkfræði- og náttúruvísindasviði (VoN)
Háskóla íslands. Hátt brottfall nemenda er
einnig áhyggjuefni. Undanfarin ár hefur
aðeins um þriðjungur nemenda sem skrá
sig í námskeiðin lokið þeim. Til að mynda
var 721 nemandi skráður í fjögur nám-
skeið í stærðfræðigreiningu haustið 2011,
37% luku námskeiði (stóðust lokapróf eða
upptökupróf), 17% stóðust ekki lokapróf
og 46% hættu áður en misserinu lauk.
Til að kanna grunn nýnema í stærð-
fræði var könnunarpróf í stærðfræði lagt
fyrir nýnema Verkfræði- og náttúruvís-
indasviðs í annarri kennsluviku haust-
misseris 2011. Prófið var lítið breytt útgáfa
af prófi sem fyrst var lagt fyrir haustið
2008. Niðurstöður úr þessum könnunar-
prófum hafa ekki birst opinberlega fyrr
en nú. í greiningunni sem hér verður lýst
voru aðeins notuð gögn frá 2011 en gengi
nemenda á könnunarprófinu var svipað
árin áður. Upphaflegur tilgangur prófsins
var að kanna þekkingu og færni nemend-
anna í ýmsum grunnatriðum námsefnis
framhaldsskóla, í samræmi við hæfnivið-
mið sviðsins sem má finna í Kennsluskrá
Háskóla íslands (Háskóli íslands, 2011).
Könnunarprófið var borið undir fram-
haldsskólakennara í stærðfræði og voru
þeir sammála um að prófinu svipaði til
prófa sem lögð eru fyrir nemendur í fram-
haldsskólum. Réttmæti könnunarprófsins
var einnig kannað með því að bera árang-
ur nemenda á könnunarprófinu saman við
árangur þeirra í námskeiði í stærðfræði-
greiningu síðar á námsferli þeirra og er
niðurstöðum þeirrar greiningar lýst í lok
þessarar greinar.
Fræðilegur bakgrunnur
Umskipti (e. transition) nemenda frá
framhaldsskóla í háskóla hafa verið rann-
sökuð víða og ljóst er að brottfall og slakur
árangur í fyrsta árs námskeiðum í stærð-
fræðigreiningu við háskóla er alþjóðlegt
vandamál. Hoyles, Newman og Noss
(2001) fjalla um hvernig þetta vandamál
hefur verið til umræðu um áratuga skeið,
háskólakennarar hafi bent á lélegan undir-
búning nemenda; þeir eigi í erfiðleikum
með venjulegan reikning og óhlutbundna
hugsun og skilji einfaldlega ekki uppbygg-
ingu stærðfræðinnar. Fræðimenn í Svíþjóð
hafa komist að því að hluta vandans þar
megi skýra með misræmi milli námskrár
framhaldsskóla og kröfu háskólans um
þekkingu og færni (Brandell, Hemmi og
Thunberg, 2008; Filipsson og Thunberg,
2008). I rannsókn sinni á umskiptum nem-
enda frá framhaldsskóla í háskóla greindu
de Guzman, Hodgson, Robert og Villani
(1998) þrenns konar hindranir sem nem-
endur þurfa að yfirstíga; þekkingarfræði-
legar, félagslegar og kennslufræðilegar.
Með þekkingarfræðilegum hindrunum
eiga höfundar við að nemendur koma
úr framhaldsskóla með yfirborðskennda
þekkingu á stærðfræði en eru í háskóla
krafðir um mun dýpri skilning. Höfundar
benda á að stærðfræðin í háskólanum sé
nemendum ekki framandleg vegna þess að
viðfangsefnin séu ný heldur vegna þeirrar
dýptar sem krafist er af nemendum, bæði
með tilliti til tækni og skilnings sem á henni
12