Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 14

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 14
Anna Helga Jónsdóttir, Freyja Hreinsdóttir, Guðrún Geirsdóttir, Rögnvaldur G. Möller og Gunnar Stefánsson Áhyggjuefni er hversu hátt hlutfall nem- enda nær ekki viðunandi árangri í fyrstu námskeiðum í stærðfræðigreiningu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði (VoN) Háskóla íslands. Hátt brottfall nemenda er einnig áhyggjuefni. Undanfarin ár hefur aðeins um þriðjungur nemenda sem skrá sig í námskeiðin lokið þeim. Til að mynda var 721 nemandi skráður í fjögur nám- skeið í stærðfræðigreiningu haustið 2011, 37% luku námskeiði (stóðust lokapróf eða upptökupróf), 17% stóðust ekki lokapróf og 46% hættu áður en misserinu lauk. Til að kanna grunn nýnema í stærð- fræði var könnunarpróf í stærðfræði lagt fyrir nýnema Verkfræði- og náttúruvís- indasviðs í annarri kennsluviku haust- misseris 2011. Prófið var lítið breytt útgáfa af prófi sem fyrst var lagt fyrir haustið 2008. Niðurstöður úr þessum könnunar- prófum hafa ekki birst opinberlega fyrr en nú. í greiningunni sem hér verður lýst voru aðeins notuð gögn frá 2011 en gengi nemenda á könnunarprófinu var svipað árin áður. Upphaflegur tilgangur prófsins var að kanna þekkingu og færni nemend- anna í ýmsum grunnatriðum námsefnis framhaldsskóla, í samræmi við hæfnivið- mið sviðsins sem má finna í Kennsluskrá Háskóla íslands (Háskóli íslands, 2011). Könnunarprófið var borið undir fram- haldsskólakennara í stærðfræði og voru þeir sammála um að prófinu svipaði til prófa sem lögð eru fyrir nemendur í fram- haldsskólum. Réttmæti könnunarprófsins var einnig kannað með því að bera árang- ur nemenda á könnunarprófinu saman við árangur þeirra í námskeiði í stærðfræði- greiningu síðar á námsferli þeirra og er niðurstöðum þeirrar greiningar lýst í lok þessarar greinar. Fræðilegur bakgrunnur Umskipti (e. transition) nemenda frá framhaldsskóla í háskóla hafa verið rann- sökuð víða og ljóst er að brottfall og slakur árangur í fyrsta árs námskeiðum í stærð- fræðigreiningu við háskóla er alþjóðlegt vandamál. Hoyles, Newman og Noss (2001) fjalla um hvernig þetta vandamál hefur verið til umræðu um áratuga skeið, háskólakennarar hafi bent á lélegan undir- búning nemenda; þeir eigi í erfiðleikum með venjulegan reikning og óhlutbundna hugsun og skilji einfaldlega ekki uppbygg- ingu stærðfræðinnar. Fræðimenn í Svíþjóð hafa komist að því að hluta vandans þar megi skýra með misræmi milli námskrár framhaldsskóla og kröfu háskólans um þekkingu og færni (Brandell, Hemmi og Thunberg, 2008; Filipsson og Thunberg, 2008). I rannsókn sinni á umskiptum nem- enda frá framhaldsskóla í háskóla greindu de Guzman, Hodgson, Robert og Villani (1998) þrenns konar hindranir sem nem- endur þurfa að yfirstíga; þekkingarfræði- legar, félagslegar og kennslufræðilegar. Með þekkingarfræðilegum hindrunum eiga höfundar við að nemendur koma úr framhaldsskóla með yfirborðskennda þekkingu á stærðfræði en eru í háskóla krafðir um mun dýpri skilning. Höfundar benda á að stærðfræðin í háskólanum sé nemendum ekki framandleg vegna þess að viðfangsefnin séu ný heldur vegna þeirrar dýptar sem krafist er af nemendum, bæði með tilliti til tækni og skilnings sem á henni 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.