Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 35
„Þetta er á langtímaplaninu hjá okkur" Kennslufræðileg forysta skólastjóra við íslenska grunnskóla
þrír skólar þar sem lögð er áhersla á ein-
staklingsmiðað nám til að tryggja aðkomu
skóla með slíka áherslu. Sautján skólar
voru í kjölfarið valdir með lagskiptu
slembiúrtaki. Af hagkvæmnisástæðum
var ákveðið að hafa stóran hluta skólanna
í Reykjavík.
Söfnun gagna fór fram haustið 2009,
árið 2010 og fyrri hluta árs 2011. Tekin
voru viðtöl við skólastjóra þátttökuskól-
anna á framangreindu tímabili, sjö karla
og þrettán konur. Viðtöl eru talin henta
vel þegar verið er að athuga viðhorf, þekk-
ingu eða væntingar fólks (Bogdan og Bik-
len, 2003; Kvale, 1996). Viðtölin voru hálf-
skipulögð og stuðst við viðtalsramma með
nokkrum opnum meginspurningum um
umfang þróunarstarfa og um sýn stjórn-
enda á hlutverk sitt sem forgöngumanna
að breytingastarfi. Hvert viðtal við stjórn-
endur tók almennt um eina klukkustund.
Viðtölin fóru jafnan fram á skrifstofum
stjórnendanna. Viðtölin voru afrituð og
greind eftir þemum, sbr. Bogdan og Biklen
(2003) og Kvale (1996).
Niðurstöður
I þessum kafla verður gerð grein fyrir nið-
urstöðum viðtalanna. Viðtölin voru notuð
til að varpa Ijósi á spurninguna um megin-
sýn skólastjóra á hlutverk sitt sem leiðtoga
í þróun náms og kennslu. Greining viðtal-
anna leiddi í ljós tvö meginþemu: áherslur
á leiðsögn og stuðning við kennslu og frum-
kvæði og virkni á pvísviði.
Leiðsögn og stuðningur við kennslu
Af viðtölum við skólastjórana má ráða
að eitt meginviðfangsefni þeirra var að
þróa og efla kennsluhætti í skólum sínum.
Þeir notuðu margvíslegar leiðir í því sam-
bandi, en leiðsagnarhlutverk þeirra (e.
supervisory role) virtist einkennast af lítilli
beinni leiðsögn fyrir kennara á vettvangi
en meira af óbeinum stuðningi og leiðsögn
utan kennslustofunnar. Með óbeinum
stuðningi er átt við að stjórnendur skapi
aðstæður sem veita stuðning og leiðsögn
fyrir kennara til að þróast í starfi (e. pro-
fessional development), aðstæður fyrir
kennara til að meta og breyta starfsháttum
sínum með samstarfi við aðra (e. group
development), og aðstæður sem stjórn-
endur skapa fyrir samstarf um þróun nám-
skrár, kennsluskipulag og fleira slíkt (e.
curriculum development). Þá felst einnig
stuðningur og leiðsögn í þátttöku í mati og
rannsóknarstarfsemi af einhverju tagi, svo
sem sjálfsmati og starfendarannsóknum
(e. self-evaluation, action research).
Fæstir skólastjóranna ástunda beina
leiðsögn fyrir kennara á vettvangi. Þeir fara
t. d. sjaldan inn í kennslustofur til kenn-
ara til að fylgjast markvisst með kennslu
þeirra og veita ráðgjöf á grundvelli þeirra
upplýsinga sem aflað var. Dæmigert við-
bragð við spumingum um leiðsögn á vett-
vangi var: „... ég er ekki, því miður, með
markvisst kerfi á því að fara út í bekkina."
Flestir þeirra virtust aftur á móti hafa hug
á því að setja beina ráðgjöf fyrir kennara á
vettvangi á dagskrá en kenndu um álagi
og tímaskorti að ekkert hafði af þessu
orðið. Nánast allir skólastjórarnir sögðust
ætla að beita sér meira og „vera duglegri"
á þessu sviði, „það verður alltaf útundan",
„þetta er á langtímaplaninu hjá okkur en
það frestast alltaf."
í sumum tilvikum biðja kennarar um