Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 75

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 75
Uppeldishugmyndir Rousseaus (kynjafræðilegu Ijósi: Afturhaldssemi, kvenfyrirlitning eða byltingarkennd framsækni? réttlætti nauðgun í hjónabandi, sem sumir telja dekkstu hliðina á hugmyndum hans (Darling o.fl. 1994, 115, 129). Þó að hug- myndir Wollstonecraft hafi mætt mikilli andstöðu í Englandi og ýmsir telji gagn- rýni hennar dæmigerða skynsemishyggju upplýsingarinnar (sjá Martin, 1985, hér síðar) er ljóst að mikið af hugmyndum hennar er enn í fullu gildi. Hvers vegna eru hugmyndir Rousseaus um menntun Sophie oft þaggaðar? Rousseau taldi kynjamun vera mikilvæg- asta muninn milli einstaklinga. Gagnstætt Platon, sem í verki sínu um ákjósanlega skipan samfélagsins, Rikinu, skipti eðli fólks í þrennt eftir stétt, en taldi kynferði ekki skipta máli, gerir Rousseau lítið úr stéttamun og setur fram tvíþætt mann- legt eðli eftir kynferði (Darling og Van de Pijpekamp, 1994). Það er því afar for- vitnilegt hvers vegna menntun Sophie er oft sleppt í umræðu urn uppeldishug- myndir Rousseaus, en algengt er að talað sé ýmist um barnið eða drengi þegar Emile eða uppeldishugmyndir Rousseaus eru til umræðu. Því má velta fyrir sér hvort hug- myndirnar um menntun Sophie þyki svo afleitar að fræðimenn telji sig gera konum greiða með því að fjalla ekki um þær. Ji- mack(1983) telur að hugmyndir Rousseaus um menntun Sophie séu eins ófrumlegar og þær um menntun Emiles séu frumlegar og því telur hann í lagi að sleppa þeim þegar rætt er um hugsun eða uppeldis- kenningar Rousseaus (bls. 12). Þessu eru aðrir ósammála þar sem menntun Sophie verði að vera öðruvísi en Emiles til að hjónabandið haldist. Til að Emile finni sig skyldugan til að sinna heillandi og háðri eiginkonu sinni og til að hún villist ekki af leið og verði sátt við að vera húsmóðir og móðir (Darling o.fl., 1994, bls. 124). Martin (1985) telur það einnig vafasaman greiða við konur að þagga þessar hugmyndir niður þar sem konur eigi rétt á að skilja hvers konar kvenímyndir hafa komið fram í menningarsögunni, bæði jákvæðar og neikvæðar, og vitnar í Adrienne Rich 1979, á ráðstefnu kennara á upphafsárum kvenna- og kynjafræða: Hvað þarf konan að vita? Þarf hún ekki sem með- vituð vera er skilgreinir sig sjálf að vita eitthvað um eigin sögu, um sína hápólitísku Iíffræði, um skapandi starf formæðra sinna, um vinnubrögð og völd í gegnum tíðina, um sögu kvennahreyf- inga og hvernig kvenfrelsisröddin hefur kafnað. An slfkrar þekkingar lifa konur og hafa lifað án samhengis, auðmótanlegar í þá farvegi sem ímyndunarafl karlmannsins krefst, firrtar eigin reynslu af því menntun okkar endurspeglar hana ekki eða lítilsvirðir. Að mínu mati er það ekki líf- fræðin heldur vanþekkingin á okkur sjálfum sem er lykillinn að valdaleysi okkar. (Adrienne Rich, 1979, bls. 240. Þýðing: Guðný Guðbjörnsdóttir, 1988) Martin og fleiri hafa bent á að hlutverk Sophie er flóknara en það að vera undir- gefin eiginkona. Hún á að efla Emile sem samfélagsveru með ást sem er lykilatriði til að hann verði trúverðug manneskja, bæði ábyrgur eiginmaður og borgari. Hún á einnig að halda honum við efnið siðferði- lega og stuðla að því að hann verði heill bæði í einkalífi og í stjórnmálum (Morgen- stern, 1995). Martin (1985) telur það mikinn mis- skilning á uppeldishugmyndum Rous- seaus að hægt sé að nýta einungis hug- myndir um menntun Emiles fyrir kenn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.