Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 77

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 77
Uppeldishugmyndir Rousseaus í kynjafræðilegu Ijósi: Afturhaldssemi, kvenfyrirlitning eða byltingarkennd framsækni? í fyrsta lagi eru þeir sem horfa fram hjá skrifum Rousseaus um Sophie og láta sem hugmyndir hans um uppeldi og mennt- un Emiles eigi við um alla. í bókum um þroskasálfræði er algengt að Rousseau sé sagður hafa lagt áherslu á að barnið sé í eðli sínu gott, bæði í andstöðu við trúar- hugmyndir um erfðasyndina, og við áherslu Lockes á að barnið sé óskrifað blað við fæðingu (Boyd og Bee, 2006). Stundum er rómantískari hugmyndum Rousseaus um hið góða, upprunalega og náttúrulega eðli hampað í slíkum samanburði. Sig- urður J. Grétarsson og Sigrún Aðalbjarnar- dóttir (2004) nefna til dæmis að Rousseau hafi ekki verið sammála Locke um að hefja bæri skipulagða kennslu meðan börnin væru ung. Hann hafi ekki talið þau reiðu- búin til að njóta slíkrar kennslu vegna þess að þau skorti þroska til rökhugsunar og hæfileika til að skilja samband orsaka og afleiðinga. Hann hafi fært rök fyrir þeirri skoðun að börn væru í eðli sínu góð, en þjóðfélagið spillti þeim, og því lagt áherslu á náttúrulegt uppeldi sem fælist í því að fyrstu árin kannaði barnið umhverfi sitt án of mikillar íhlutunar hinna fullorðnu: í raun hafi hann talað um „vel skipulagt frelsi" þar sem barnið fengi tækifæri til að uppgötva „sannindi heimsins" af eigin raun, óttalaust við refsingar fullorðinna. Hér er skírskotað til menntunar Emiles sem barns, en ekkert er minnst á hvað ger- ist eftir það og ekkert er minnst á kynferði eða menntun Sophie. 1 öðru Iagi eru þeir sem draga fram þá staðreynd að þó að Rousseau leggi áherslu á jafnrétti, frelsi og bræðralag í Samfélags- sáttmálanum mismuni hann kynjunum þannig að æðsta takmark konunnar sé að hlúa að karlmönnum í hinu nýja óspillta samfélagi (e. politically authentic state) þar sem eðli karlmannsins sem einstaklings og borgara eigi að fá að þroskast. Þetta skýrir Rousseau með mismunandi eðli og hlut- verkum kynjanna í samfélaginu, en aðrir skýra þetta með karlveldi hans tíma sem hafi einkennst af kvenfyrirlitningu. Vildi Rousseau í raun hefðbundna verkaskipt- ingu kynjanna áfram og þá hvers vegna? Var það eina leiðin til að tryggja sjálfstæði og lýðræði fyrir karla í Frakklandi 18. aldar að halda konum inni á heimilinu? Ásakanir um kvenfyrirlitningu koma oft fram, ekki aðeins vegna þess að þrátt fyrir frelsishugmyndir til handa körlum hafi konur verið skildar eftir inni á heimil- unum heldur séu dökkar hliðar á skrifum Rousseau vanmetnar eða þaggaðar, eins og réttlæting hans á kynferðislegu ofbeldi í kynlífi og innan hjónabandsins (Darling, o.fl, 1994). Aðrir telja að samband kynjanna og hlutverk Sophie eins og því er lýst í Emile sé það flókið að kvenfyrirlitning sé „of einföld skýring". Hlutverk Sophie er ekki aðeins að vera undirokuð eiginkona án skoðana, heldur á hún að hafa áhrif á Emile með ást til að auðvelda honum eigið frelsi og siðferðislega sýn, og henni er leyft að velja sér eiginmann (Clark og Lafrance, 1995; Rosenblatt, 2002). Enn aðrir lofa Rousseau fyrir að ætla bæði Sophie og fjöl- skyldunni stórt hlutverk í þroska Emiles, þróun almannaheilla og samfélagsins alls og því sé alls ekki að finna kvenfyrirlitn- ingu í þessari kenningu (Weiss og Harper, 2002). Aðrir benda þó á að þessi áhrif hafi öll átt að styðja við þroska karlmannsins fyrst og fremst (Lange, 2012, bls. 3) - vera
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.