Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 95
Atvinnuþátttaka fólks meö þroskahömlun sem lokið hefur starfstengdu diplómunámi frá Háskóla fslands
þroskahömlun sem eilíf böm sem hlífa
þarf við viðkvæmum og erfiðum upplýs-
ingum (Guðrún V. Stefánsdóttir, 2008). Á
málflutningi fólksins má hins vegar greina
að því er vel treystandi til að takast á við
erfiðar upplýsingar af yfirvegun. Þau lýstu
því einnig að þetta hefði aukið þeim bar-
áttuanda og að þau séu nú meðvitaðri um
rétt sinn og framtíðarmöguleika:
Mér finnst kominn tfmi til að við fáum meiri
möguleika bæði til að vinna og líka til að vera
lengur f námi. Mig langar að halda áfram í há-
skólanum en það er ekki enn hægt og nú veit ég
að það skiptir máli að berjast fyrir því sem maður
vill. Ég hélt að ég gæti bara verið í sérdeild eða
einhverju sér en nú veit ég að ég get og það á ekki
alltaf að vera þetta sér, sér, sér. Og nú er ég að
vinna á bókasafni bara svona venjulega vinnu og
því hefði ég nú ekki trúað einu sinni.
Ymsir þættir í niðurstöðunum benda til
þess að diplómunámið og þátttaka nem-
enda í háskólaumhverfinu hafi haft ávinn-
ing í för með sér, þroskað þá og breytt
þeim.
Svipaðar niðurstöður komu fram í Tri-
nity College á írlandi. Nemendur töluðu
um að við það að fara í háskóla hefði lífs-
sýn þeirra breyst og að þeir hefðu í há-
skólanáminu upplifað sig sem fullorðið
fólk, oft í fyrsta sinn (O'Brien o.fl., 2009).
Þó að reynsla diplómunemanna ein-
kenndist af ánægju með námið kom einnig
fram að of fá námskeið væru í boði og eins
og áður var lýst vonbrigðum með að geta
ekki stundað framhaldsnám. Þá fannst
þátttakendum vanta fjölbreyttari nám-
skeið, ekki sfst sem nýttust þeim betur í
starfsnámi. Einn þátttakenda orðaði þetta
þannig: „Það mættu líka vera fleiri nám-
skeið fyrir okkur í háskólanum, ég er líka
að vona að það verði framhald fyrir okkur
sem erum útskrifuð." Þá litu nokkrir svo á
að þeir hefðu þurft meiri stuðning í nám-
inu en stóð þeim til boða, t.d. við heima-
nám og í háskólaumhverfinu, og þar voru
nefnd dæmi eins og að rata á milli staða og
fara á salernið.
Um helmingur námsins fólst í starfs-
námi og voru flestir sammála um að starfs-
námið hefði skipt sköpum sem undirbún-
ingur fyrir atvinnuþátttöku. Eins og fram
kom í 1. töflu hafði fólkið mismikla reynslu
af atvinnuþátttöku og þeir sem komu beint
úr framhaldsskóla höfðu t.d. fæstir nokkra
reynslu af launavinnu. Þeir sem höfðu
verið í vinnu á almennum vinnumarkaði
í leikskólum, á bókasöfnum eða frístunda-
heimilum litu flestir svo á að námið hefði
aukið þekkingu þeirra og styrkt þá í þeim
störfum sem þeir voru í. í kjölfar námsins
breyttu líka nokkrir um starfsvettvang og
töldu þeir hinir sömu að án námsins hefði
sá möguleiki ekki verið fyrir hendi. Þeir
sem höfðu minni reynslu af atvinnuþátt-
töku höfðu ekki eins ákveðnar hugmyndir
um hvert þeir vildu stefna. Sumir þeirra
öðluðust reynslu í starfsnáminu sem hjálp-
aði þeim til að finna sitt áhugasvið en eins
og fram hefur komið fengu nokkrir þátt-
takenda launaða vinnu þar sem þeir höfðu
verið í starfsnámi. Þátttakendur voru
almennt jákvæðir gagnvart starfsnámi á
námstímanum og flestir töldu að með því
að takast á við þær áskoranir sem urðu á
vegi þeirra hefði sjálfstraust þeirra aukist
og að reynslan sem þeir öðluðust nýttist
þeim þegar að atvinnu kom. Þó kom fram
að nokkrir skiptu um starfsnámsstað á
tímabilinu. Helstu ástæður fyrir því voru
að nemendum fannst störfin ekki áhuga-
verð eða að þeir eða leiðbeinendur þeirra