Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 110
Hanna Ragnarsdóttir og Halla Jónsdóttir
fyrir er, t.d. þegar nýr nemandi bætist í
hópinn, til þess fallnar að valda ójafnvægi
og þá skapist sú hætta að þeir nemendur
sem eru best læsir á reglur og aðstæður
skólans misnoti aðstöðu sína. Björk (2000)
telur að þolendur eineltis skorti oft læsi á
félagslegt umhverfi sitt, eða séu hæglæsir
á það. Eineltið er þannig talið vera valda-
barátta sem á sér stað innan ákveðinnar
stofnunar einmitt vegna þess hvernig hún
er uppbyggð (Salmivalli og Voeten, 2004).
Björk (2000) bendir einnig á að fjölskyldan
sé önnur slík stofnun en þar sé staða ein-
staklinga skýr og því sé slík valdabarátta
ekki jafnalgeng þar og eineltið innan skól-
ans. Salmivalli og Voeten (2004) benda á
að þeim sem lagður er í einelti hafi verið
hafnað og hann hafi því lent á félagslegum
útjaðri. Athyglisvert er í þessu samhengi
að huga að hugmyndum fræðimanna um
stöðu og sjálfsmynd einstaklinga í nútíma-
samfélögum.
Ymsar rannsóknir hafa verið gerðar hér
á landi og erlendis á félagslegri stöðu og
samskiptum ungmenna og verður fjallað
um nokkrar þeirra hér á eftir.
Rannsóktiir á samskiptum ungsfólks
í doktorsritgerð sinni rannsakaði Bliding
(2004) hið félagslega samhengi eineltis í
Svíþjóð og kemst að þeirri niðurstöðu að
hópar hafi mikla þörf fyrir að skilgreina
sig. Það sé gert með því að mynda sam-
stöðu í hópnum og einn þáttur þeirrar
samstöðu sé skapaður með því að beita
útilokun gagnvart þeim sem ekki tilheyra
hópnum. Þannig verði til aðgreining milli
okkar og ykkar. Einelti sé leið til að koma
slíkri útilokun til skila. f rannsókn Bliding,
sem einkum nær til ungra nemenda, kem-
ur fram að þessari leið útilokunar er beitt
í mestum mæli gagnvart erlendum nem-
endum, þannig að þeir eru útilokaðir frá
þátttöku í hópum og þar með þeim merk-
ingarbæru og gildamótandi samskiptum
sem eiga sér stað innan hópsins og krefjast
þátttöku. í sama streng taka Salmivalli
og Voeten (2004), en þeirra rannsókn nær
til eldri nemenda og sýna niðurstöður
hennar að höfnun og útilokun er í beinum
tengslum við félagsstöðu einstaklinga í
viðkomandi hópum.
Rannsókn Arnheiðar Gígju Guðmunds-
dóttur, Sifjar Einarsdóttur og Vöndu Sig-
urgeirsdóttur (2007) fjallar um vinamenn-
ingu og einelti í framhaldsskóla á íslandi.
Þá má einnig nefna norska rannsókn sem
gerð var í níu framhaldsskólum í Noregi af
Sandsleth og Foldvik (2000). Niðurstöður
beggja þessara rannsókna sýna að einelti
birtist á annan hátt í framhaldsskóla en
grunnskóla, þar sem einelti hefur mest
verið rannsakað. Einelti í formi líkamlegr-
ar áreitni og ofbeldis er sjaldgæfara í fram-
haldsskólanum en þar er hið andlega og
félagslega einelti algengara, með höfnun
og fjandsamlegum viðhorfum (Leymann,
1986). Rannsókn Arnheiðar Gígju Guð-
mundsdóttur o.fl. (2007) sýnir að einelti
og hópamyndun er þáttur í daglegu lífi
framhaldsskólanema, þar sem hunsun og
höfnun, baktali og niðurlægjandi athuga-
semdum er einkum beitt.
Rannsóknir með ungufólki
af erlendum uppruna á Islandi
Nokkrar nýlegar rannsóknir meðal ungs
fólks af erlendum uppruna á íslandi
benda til félagslegrar einangrunar þeirra á
meðan aðrar sýna fram á velgengni þeirra