Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 148

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 148
Kári Kristinsson, Tinna Dahl Christiansen og Friðrik Eysteinsson 1972 og fundu að bæði val á háskólum og meðaleinkunn hefði jákvæð áhrif á viku- legar tekjur. James, Alsalam, Conaty og To (1989) gerðu rannsókn til þess að meta meðal annars áhrif gæða skóla á framtíðar- tekjur. Þau komust að því að einkaskólar í austurfylkjum Bandaríkjanna (sem til- heyra frekar yfirstétt en aðrir landshlutar) njóta mikilla yfirburða eða 5% fram yfir ríkisskóla. Brewer, Eide og Ehrenberg (1999) greindu einnig gagnasafn NLS þar sem þeir stýrðu fyrir hugsanlegri vals- kekkju sem rekja má til vals einstaklinga á háskólum. Niðurstöður þeirra sýndu að mikill fjárhagslegur ávinningur fylgdi því að hafa stundað nám við úrvals einkahá- skóla (e. elite private college) og lítill fjár- hagslegur ávinningur fylgdi því að hafa stundað nám í miðlungs einkaháskóla í samanburði við lágt metinn ríkisskóla (Brewer o.fl., 1999). Taka verður fram að þó erlendar rannsóknir bendi til þess að nemendur úr einkaskólum njóti fjárhags- legs ávinnings er umhverfið á íslandi að mörgu leyti frábrugðið því sem gerist er- lendis. Erlendis eru einkaskólar oft í mun betri aðstöðu til að velja inn bestu einstak- lingana en einkaskólar á íslandi. Niðurstöður rannsókna sýna að nem- endur úr einkaskólum njóti fjárhagslegs ávinnings umfram nemendur úr ríkisskól- um. Því er eftirfarandi tilgáta sett fram: Tilgáta 2: Nemanda úr einkaskóla (HR) eru boðin hærri laun en nemanda úr ríkis- skóla (HÍ). Einkunnir Háskólar eru mjög mismunandi þegar kemur að einkunnagjöf, þó að skólar séu almennt svipaðir þegar kemur að því að velja inn nemendur eftir námsárangri þeirra (Moore, Swift, Sharek og Gino, 2010). Meðaleinkunn úr háskóla gefur að einhverju leyti til kynna frammistöðu nemenda f námi en einnig eru aðrir þættir sem hafa áhrif, eins og sérviska kennara við einkunnagjöf og val nemenda á nám- skeiðum (Berry og Sackett, 2009). Meðal- einkunn endurspeglar mismunandi breyt- ur eftir því frá hvaða skóla nemandinn útskrifaðist. Innihald námskeiða er ekki það sama milli skóla þó að nöfn þeirra séu mögulega eins auk þess sem námskeið geta verið mismunandi innan sama skóla eftir því hver kennir þau (Bretz Jr, 1989). Loks mælir meðaleinkunn einungis árang- ur nemenda í þeim námskeiðum sem hann hefur tekið (Bretz Jr, 1989). Ein helsta matsvillan sem fólk gerir þegar verið er að áætla um eiginleika ein- staklings, eins og til dæmis gáfnafar, er til- hneigingin til þess að vanmeta áhrif um- hverfisins (mildi kennarans við einkunna- gjöf) og ofmeta eðlisfar einstaklingsins (Moore o.fl., 2010). Moore, Swift, Sharek og Gino (2010) gerðu þrjár rannsóknir þar sem þátttakendur mátu meðal annars fer- ilskrár umsækjenda, þar sem upplýsingar um meðaleinkunn komu fram, ásamt meðaleinkunn nemenda skólans í heild. Niðurstöður allra þriggja rannsóknanna sýndu að upplýsingar um erfiðleikastig voru hundsaðar við mat á frammistöðu nemenda. Þannig græða nemendur sem eru með háar einkunnir úr skólum sem hneigjast til að gefa háar einkunnir. Niður- stöðurnar benda því til þess að matsvillur 146
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.