Orð og tunga - 01.06.1997, Page 39

Orð og tunga - 01.06.1997, Page 39
Veturliði Óskarsson: Tæk orð og miður tæk í Blöndalsorðabók 27 tungunnar er ekki spurnarmerkt í orðabókinni (sjá „Tillæg og rettelser", bls. 1034) en hið síðara er það þótt það brjóti síður formkröfur tungunnar. Þetta misræmi sést vel þegar litiðer á orð eins og mahóní, flauel, kanel, kólon, kúmen, kíló, kókó, nóló, lomber og korrex og þau borin saman við orðinpólití, brúnel, mortél, skammel, frauken, nankin, barún, bíó, gabbró og bitter. Þessi orð eru vel sambærileg að því er formið varðar en hin síðamefndu eru öll spumarmerkt og em hin fyrmefndu þó engan veginn „íslenskulegri“ en þau. Manni gæti dottið í hug að draga þessi orð í efnisflokka, og gera t.a.m. ráð fyrir að orðin lomber og nóló og fleiri orð um leiki og spil, eins og kasína, kaupanóló (d. kpbenolo), krúkk og tromp hafi verið talin hæf í sæmilega vönduðu máli vegna þess hvað þau eiga við þröngt og afmarkað svið, en sú tilgáta fellur um sjálfa sig þegar kemur að orðunum renus, bakhönd, blankkort, rúberta, slemm og framburðarmyndinni lúmber fyrir lomber, sem öll eru spurnarmerkt. Síðari ástæðan lýtur að erlendri nýmerkingu gamalla orða, annað hvort orðs í heild eða hluta þess ef það er samsett. Erlend nýmerking er þó vitaskuld oft látin óátalin og á það ekki síst við um sum nýyrði sem svo em merkt í bókinni (t.d. strýta í nýmerkingunni ‘píramíði’). Auk þess að amast sé við nýmerkingu orðs þegar það keppir við eldra orð í sömu merkingu sýnist miklu máli hafa skipt hvort erlenda veitiorðið líktist mjög íslenska viðtökuorðinu. Er þá stundum vafasamt að um tökumerkingu sé að ræða heldur fremur eiginlegt tökuorð sem fær sömu formgerð og orð sem fyrir er í málinu. Flettiorðið krœsinn sýnir í hnotskum hvað hér er á ferðinni. Við það em gefnar tvær merkingar, ‘gefinn fyrir kræsingar’ sem er gömul og innlend og ‘matvandur’ sem er úr dönsku og er spurnarmerkt þótt náskyld sé gömlu merkingunni. Gild ástæða fyrir því að spurnarmerkja nýju merkinguna hefði verið sú að fyrir var orðið matvandur, en ætla má að form sjálfs danska orðsins krœsen hafi ekki síður átt þar hlut að máli enda ætti e.t.v. fremur að tala um tvö orð en tvær merkingar, erfðarorðið krœsinn og tökuorðið krœsinn. 2.2 Tökuorð — og flest úr dönsku Hér er í reynd komið að grundvallaratriði í þeirri málstefnu sem birtist í notkun spurn- ingarmerkja til að tákna miður tæk orð í Blöndalsorðabók því að ljóst er, þegar að er gáð, að mörg orð em hvorki spurnarmerkt formsins vegna né merkingarinnar heldur eingöngu vegna þess að þau eru tökuorð, og oftast dönsk tökuorð. Þetta eru auðvitað engar nýjar fréttirog á sér sínar alkunnu menningarsögulegu og þjóðemislegu ástæður. En það er ljóst að víða eða jafnvel víðast er ekki við neinn málfræðilegan grundvöll á borð við formkröfur að styðjast. Ef litið er t.d. á orðið strákústur, sem er spurnar- merkt, þá er formsins vegna ekkert því til fyrirstöðu að það hefði mátt teljast fullgilt íslenskt orð. Orðið er tökuorð, með sömu merkingu og í upprunamálinu og er að því leyti sambærilegt við orð eins og kaupmang og kíghósti sem bæði eru hins vegar án athugasemda í bókinni. Öll orðin geta talist sýndarsamsetningar með íslensku orðhlut- unum strá-, kaup- og -hósti og erlendu liðunum -kústur, -mang og kíg-. Og að minnsta kosti orðið kaupmang hefur ekki slíka nýmerkingu fólgna í sér að ekki hefði mátt segja þá hugsun sem í því felst með rammíslensku orði, ef það hefði átt að vera röksemd fyrir að samþykkja orð af erlendum uppruna. Enn má nefna sem dæmi spurnarmerkta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.