Orð og tunga - 01.06.1997, Page 41

Orð og tunga - 01.06.1997, Page 41
Veturliði Óskarsson: Tæk orð og miður tæk í Blöndalsorðabók 29 tímum, gömul jafnt sem nýleg og jafnt spurnarmerkt sem ómerkt. — Þessi áætlun er ekki nákvæm en gefur sæmilega vísbendingu. 2.3 Tökuorð úr ensku Spurnarmerktu tökuorðin eru ekki alveg öll fengin að láni úr dönsku. Nokkur orð úr ensku hafa einnig hlotið þessa meðferð. Þar má nefna orðið skáti sem reyndar er ekki spurnarmerkt í aðalhluta bókarinnar en það er leiðrétt í gamla viðbætinum. Sögnin landa (< e. land) og nafnorðið löndun, sem dregið er af sögninni, eru bæði í þessum hópi og sömuleiðis trolla og trollari (< e. trawl og trawler) en reyndar eru samsetningarnar trollarajaxl og trollaramenning hvorug merkt. Orðið bátsvörður er einnig spurnarmerkt en það er þýðing á enska orðinu boat keeper. Því er ekki að neita að þetta síðastnefnda kemur á óvart enda ómögulegt að telja orðið eiginlegt tökuorð; það er einfaldlega þýðing á erlendu fyrirbæri, sem löngum hefur verið einhver helsta aðferð íslendinga við að búa til ný orð, og ekki virðast merkingarvensl orðhlutanna, bátur og vörður, vera að neinu leyti óvænt eins og átti við um vensl liðanna bak og hönd í orðinu bakhönd. Fremur hefði mátt búast við að orðalag eins og að koma á klukkuslœttimim sem er beint úr dönsku (at komme pá klokkeslaget (sjá undir klukkusláttur)) hefði verið spurnarmerkt, en svo er ekki. I því sambandi er fróðlegt að líta til nútímans og huga að því hvort jafnaugljós þýðing úr ensku yrði látin átölulaus nú. Þetta sýnir að jafnvel tökuþýðingar hafa ekki verið með öllu óhultar um þær mundir sem Blöndal og félagar unnu að verki sínu. Röksemdin fyrir því að telja bátsvörðinn illa hæfan í vönduðu máli er mér ókunn en sjálfsagt hefur Blöndal haft veður af því að einhverjir hafi amast við orðinu. 2.4 Gömul tökuorð Þótt einkum séu það ung tökuorð sem merkt eru með spumingarmerki er alls ekki alltaf svo. Ymis gömul tökuorð eins og bígirnast, nótaríus, reyfari (‘ræningi’), selskapur, strax, tilreikna (‘bæta við’), traktera, vakt, þéna (‘þjóna’) og þénari, eru spurnarmerkt þó að þau komi öll fyrir þegar á 15. öld og sum kannski fyrr, en tiltölulega ung tökuorð eins og kandís (18. öld, ÁBIM* 4), kafera (‘vera með umsvif eða umstang’, 19. öld, ÁBIM), krani (19. öld, ÁBIM), krínólína (19. öld, ÁBIM), kúrenna (19. öld, ÁBIM), kvaðrat (19. öld, ÁBIM) og kvistur (á húsi, 19. öld, ÁBIM) eru öll án spurningarmerkis.5 Ymis dæmi má og finna um að nýja merkingin sé talin vafasöm ef ævagömul tökuorð hafa verið fengin aftur að láni úr dönsku og þá í nýrri merkingu eða örlítið annarri en hinni gömlu. Dæmi um þetta er orðið diskur sem er spurnarmerkt í hinni nýjumerkingu ‘búðarborð’ og sögninað krulla [khrYtlaj þarsem merkingin ‘krullahár’ er spumarmerkt en ekki eldri merkingin ‘bögla, kmmpa’ þótt stutt megi teljast þarna Blöndalsorðabók, þar af 838 sem ekki væru talin úrelt eða illa hæf. 4ÁB1M = Ásgeir Blöndal Magnússon(l989). 5Þess má geta að Benedikt Gröndal hefur kvistur (á húsi) innan gæsalappa í Dtegradvöl, bls. 167, sem bendir til þess að orðið hafi ekki verið fyllilega viðurkennt um þær mundir sem hann skrifaði endurminningar sínar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.