Orð og tunga - 01.06.1997, Page 59

Orð og tunga - 01.06.1997, Page 59
Ásta Svavarsdóttir: Innri skipan orðsgreina 47 (7) Dæmi 1 Notkunardœmi 2 Skýring (dönsk þýðing dæmis eða hluta þess) 3 Heimild (8) Notkun 1 Staða í málinu (ýmis tákn) 2 Notkunarsvið a. fagorð b. málsnið 3 Stíl- eða merkingarblær 4 Útbreiðsla (landshluti) Um marga þessara þátta er fjallað í öðrum greinum svo hér verður ekki farið nánar í eðli þeirra og einkenni, heldur einungis litið á stöðu þeirra í flettunum. Fyrstu atriðin eru sameiginleg nánast öllum flettum og koma fram í þeirri röð sem taflan sýnir: Fremst stendur sjálft flettiorðið (1) og á eftir því eru gefnar upplýsingar um beyg- ingu (2), þó aðeins í ósamsettum orðum. Hún er ýmist sýnd með endingum, heilum beygingarmyndum eða öðrum beygingarvísum eftir því sem þurfa þykir hverju sinni. Þannig eru beygingarmyndir með einhvers konar stofntilbrigðum birtar í heilu lagi en í veikum sögnum með þátíðarendinguna -aði er sérhljóðið a látið duga til að sýna beyginguna. Því næst cv framburður (3) allra uppflettimynda, bæði flettiorðs og helstu beygingarmynda, sýndur með hljóðritun ásamt algengum framburðartilbrigðum. Loks er y firleitt gerð grein fyrir orðflokki með skammstöfun (4) 1 og oft er einnig um einhvers konar undirflokkun (4)2 að ræða. Auk þess má víða finna athugasemdir um stöðu orðs eða hlutverk (4)3. Ýmis flokkunaratriði koma við sögu í liðskiptingu orðsgreina og þau getur því bæði verið að finna í hinum almennari hluta flettunnar og í einstökum liðum hennar. Auk ofantalinna atriða fá öll orð skýringu (5) af einhverju tagi. Langoftast er það merkingarskýring, þ.e.a.s. dönsk þýðing orðs eða merkingarskilgreining á dönsku (5)2. Á undan henni fer oft íslenskt samheiti eða stutt umritun í sviga (5)1, ekki síst þegar orð hefur fleiri en eina merkingu og er þá gefið eitt samheiti fyrir hverja þeirra. í stað merkingarskýringar eða til viðbótar henni fá sum orð annars konar skýringu (5)3, t.d. á hlutverki þeirra eða stöðu í málinu. Þetta er einkum áberandi í greinum um orð sem fyrst og fremt gegna málfræðilegu hlutverki en hafa ekki fasta, sjálfstæða merkingu, t.d. forsetningar eða fomöfn. Loks er stundum vísað til annarra orða um skýringu (5)4. Þar sem merking og notkun er iðulega margþætt er lýsing margra orða liðskipt og orðin fá því í raun og veru fleiri en eina skýringu. Tilbrigðum í merkingu getur svo fylgt munur af öðmm toga, t.d. á formlegum og setningarlegum eiginleikum, og innri skipan flettunnar ákvarðast því oft af hvoru tveggja eins og við sjáum dæmi um hér á eftir. Aðrar upplýsingar em ekki veittar eins skipulega. Bæði er talsverður munur á því frá einni orðsgrein til annarrar hvaða atriðum eru gerð skil og einnig er nokkuð misjafnt hvar í flettunum þau koma fram. I flestum greinum eru þó sýnd ýmiss konar orðasambönd (6), þ.á m. orðatiltæki og málshættir sem em þá merkt sem slík. Að jafnaði fá orðasambönd sérstaka skýringu. Ennfremur eru víða birt notkunardœmi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.