Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2016, Síða 28

Ægir - 01.07.2016, Síða 28
28 Friðrik A. Jónsson mun kynna ýmsar nýjungar á sýningunni Sjávarútvegur 2016 í lok september, m.a. ýmsan búnað frá Simrad, Olex, Thrane, ICOM og Vingtor. Tæknin telur plottera, rad- ara, gagnavistun og samskiptatæki. „Við verðum með nokkuð af nýjum tækjum á sýningunni. Hluti af þeim eru ECDIS-plotterinn sem er uppi á skjánum alla tíð og síðan PLECDIS sem er pappírskortalaus plotter. Það sem er sérstakt við okkar ECDIS-búnað er að það er hægt að fá hann sem fjölnotatæki, það er að hægt er að nýta hann sem dýpt- armæli eða radarskjá samhliða plotternum og ýmislegt fleira sem fjölnotatæki bjóða upp á. Þetta komum við til með að sýna ásamt ýmsum fleiri fjölnota tækjum frá Simrad,“ segir Ásgeir Örn Rúnarsson, sölu- stjóri FAJ. „Við verðum með nýja sjálfstýringu fyrir smærri skip og báta. Hún er mjög nett en býr yfir öllum þeim kostum sem smærri bátar þurfa á að halda. Svo erum við auð- vitað með okkar þekktu Simrad-stýringar.“ Vistaðir ferlar og dýpisgögn Simrad býður nú þjónustu þar sem þeir sem nota fjölnotatæki geta tekið upp eigin ferla yfir siglingar sínar og vistað þau gögn í gegnum veflæga þjónustu sem heitir In- side Genesis. Þannig er hægt að setja inn á netið ferla hvers og eins og í staðinn fæst kort sem sýnir dýptarprófíla, ekki bara þar sem sjást grynningar og sker, heldur sést botnharkan líka, hvort sem um harðan eða mjúkan botn er að ræða. Simrad er með breiða línu radara, annars vegar litla breið- bandsradara sem eru innbyggðir í lokaðan hatt sem fer upp á stýrishúsið eða upp í mastur og hins vegar IMO samþykkta rad- ara sem eru þá fyrir stærri skip. „Við verð- um líka með nýjan GPS-móttakara frá Lars Thrane sem er í senn stefnugjafi, loftþrýst- ings- og hitamælir sem og veltu- og stamp- mælir. Í honum eru MEMS nanótækni skynjarar sem auka mikið námkvæmni hans.“ Ný samskiptatæki frá Vingtor „Við verðum með fólk frá okkar birgjum, til dæmis Navico sem er framleiðandi Simrad og Lowrance, sem segja frá þeim nýjungum sem eru í boði á sýningunni. Þá verð- ur hjá okkur maður frá Vingtor Zenitel, sem segir frá nýjum IP kerfum. Menn þekkja til dæmis marg- reyndu vélsímana frá Ving- tor. Við sýnum einnig fjar- skiptatæki sem notuð eru um borð til samskipta fyrir áhöfnina. Það eru talstöðv- ar frá ICOM í Japan sem nota þráðlaus WiFi kerfi og eru með sínar eigin IP-tölur. Þá eru menn með búnaðinn ýmist á spöng á höfðinu eða í hjálmi og geta talast við í rauntíma. Báðir aðilar geta talað saman í einu í stað þess að þurfa á ýta á takka til að tala og sleppa honum til að hlusta. Loks verðum við með nýja dýpt- armæla frá Simrad, sjálfstætt standandi, annars vegar með 9 tommu skjá og hins vegar 16 tommu skjá. Í sama formi eru radarskjáir sem varpa þá radarmynd á skjáina. Minni tækin henta vel fyrir smærri báta þar sem er takmarkað pláss en þau 16 tommu eru hentug fyrir stærri skip. Þau eru til að mynda með útgang fyr- ir aukaskjá ef menn vilja birta annars veg- ar dýptarmyndina og hins vegar radar- myndina á fleiri skjám,“ segir Ásgeir Örn Rúnarsson. Ásgeir Örn Rúnarsson, sölustjóri FAJ við skjái sem sýna kort af hafsbotninum. FAJ kynnir fjölmargar nýjungar faj.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.