Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2016, Page 80

Ægir - 01.07.2016, Page 80
80 Snertifletir Danfoss og íslensks sjávar-útvegs eru fjölmargir enda hafa leiðir þeirra legið saman um langt skeið. Danfoss A/S er eitt af stærstu iðnfyrirtækj- um Danmerkur með yfir 23.000 starfs- menn. Danfoss A/S er með 61 verksmiðju í 20 löndum og sölufyrirtæki í meira en 100 löndum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Nordborg í Danmörku. Danfossvörur hafa þjónað Íslendingum frá því um miðja síðustu öld og sá Héðinn Verslun hf. lengst af um innflutning á vörum fyrirtækisins hingað til lands. Árið 1999 keypti Danfoss A/S öll hlutabréfin í Héðni Verslun hf. og nafninu var breytt í Danfoss hf. sem síðan hefur annast sölu og þjónustu á Danfossvörum á Íslandi. Hjá Danfoss er m.a. hægt að velja úr fjöl- breyttu úrvali kæli- og dælubúnaðar sem nýtist fiskvinnslum, fiskimjölsverksmiðj- um og skipum, bæði stórum og smáum. Þá hafa vökvakerfi frá Danfoss Power Sol- utions reynst afar vel við þau krefjandi skilyrði sem fylgja vinnu við sjávarútveg þar sem hitastig getur verið mjög breyti- legt og vinnunni fylgir oft að búnaðurinn er í stöðugri snertingu við saltvatn. Við slíkar aðstæður eru gerðar kröfur um áreiðanleika og framúrskarandi eiginleika. Vökvakerfi Hrafn Melsted, sölufulltrúi vökvakerfa hjá Danfoss hf. segir sjávarútvegslausnir og stjórnbúnað fyrirtækisins hafa reynst mjög vel bæði í skipum, bátum og öðrum iðnað- arvélum í landi. Þar er meðal annars um að ræða vökvabúnað fyrir spil, krana og færibönd. Í vöruframboði þeirra má meðal annars finna stjórnloka með álagsstýring- um og patrónuloka sem auka sveigjanleika við hönnun, stimpildælur og stimpilmót- ora sem auðvelda samhæfingu kerfa og stýringa með örstýribúnaði og öðrum hug- búnaði. Hrafn segir Danfoss Power Sol- utions vökvakerfin meðal annars hafa ver- ið í sókn hjá íslenskum bátasmiðjum sem nýti þau mjög mikið til að stýra tækjum um borð. „Þetta er þekktur búnaður sem áður hefur reynst vel bæði í farartækjum og öðrum vinnuvélum þannig að menn vita að hverju þeir ganga,“ segir Hrafn. Dælur Xylem dælurnar sem Danfoss hf. hefur umboð fyrir koma víða við sögu. Þær þjóna hita- og vatnsveitum, skólpdælu- og hreinsistöðvum, fiskiðnaði, fiskiskipum, matvælaiðnaði og nánast alls staðar þar sem þörf er fyrir dælur af einhverju tagi. Haraldur Sigurðsson, sölufulltrúi fyrir dælur og kælibúnað segir að Flygt N- brunndælurnar hafi markað ákveðin þáttaskil þegar þær komu á markað á sín- um tíma. „N-Chopper hjólið, sem dælan byggir á, tryggir að afköstin haldast stöðug því að dæluhjólið hreinsar sig af óhrein- indum sem annars vilja setjast á hefð- bundin dæluhjól og draga úr afköstum þeirra. Hönnunin miðar einnig að því að allt viðhald sé auðvelt og í lágmarki.“ Har- aldur segir N-dælurnar henta við flestar aðstæður, allt frá litlum dælubrunnum upp í stórar frárennslisstöðvar. Kælibúnaður Danfoss er með yfir 80 ára reynslu af framleiðslu á stjórnbúnaði og sjálfvirkum lausnum fyrir kæli- og frystikerfi og er leiðandi framleiðandi á heimsvísu. Þá segir Haraldur lausnir Danfoss mikið notaðar til stjórnunar á hitastigi í kæli- og frysti- geymslum íslenskra sjávarútvegsfyrir- tækja, hvort sem er á sjó eða landi. Dan- foss hf. er stærsti innflutningsaðili stjórn- búnaðar fyrir kæli- og frystikerfi hér á landi. Með alþjóðlegan bakgrunn ásamt góðri þekkingu á innlendum markaði get- ur Danfoss hf. boðið bestu mögulegu vörur og þjónustu fyrir kæli- og frystikerfi. danfoss.is Vökvakerfi, dælur og kæli- búnaður frá Danfoss Hrafn Melsted segir vökvakerfi og stjórnbúnað frá Danfoss hafa reynst mjög vel í íslenskum sjávarútvegi. Haraldur Sigurðsson með botnstykki úr N-Chopper dælu en þær mörkuðu þáttaskil þegar þær komu á markað. Vökvakerfislausnir einnig fyrir skip Tæknibúnaður ætlaður til notkunar á sjó mætir erfiðustu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hefur háþróaðan gæða vökvabúnað og kerfissérþekkingu til að mæta kröfuhörðum viðskiptavinum um allan heim. Vörulína Danfoss inniheldur m.a.: • Háþróaða PVG álagsstýrða proportional stjórnloka og HIC/patronuloka. • Öflugar H1 stimpildælur og mótora fyrir aukinn áreiðanleika og nýtni • Þýðgengar Series 45 stimpildælur fyrir opin kerfi • Hágæða vökvamótora á færibönd og spil • State-of-the-art PLUS+1™ stjórnbúnað, örtölvur og hugbúnað. Með Danfoss búnaði nærð þú stjórninni um borð. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100, www.danfoss.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.