Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2016, Síða 84

Ægir - 01.07.2016, Síða 84
84 Veiðarfæraþjónustan í Grindavík hefur bryddað upp á þeirri nýjung að nota grannt trollnet í skver og yfirbyrði á trollum og eru þau komin í notkun hjá nokkrum togurum. Trollin eru léttari í drætti og fylgja botninum betur en troll með sverara garn. „Við erum með fjöl- hæfan rekstur, erum að þjónusta togarana, snurvoðarbátana, humarbáta, línubáta og það sem eftir er af netabátum,“ segir Hörð- ur Jónsson netagerðarmeistari. Að vera skrefi á undan „Svo er það sem allt snýst um, að fylgja framþróuninni og reyna að vera skrefinu á undan þar sem hægt er. Núna erum við til dæmis mikið í trollum fyrir togarana úr svokölluðu Dynema Fortis neti. Dynema net í troll er svo sem ekkert nýtt, en við er- um að nota efni frá Euronet sem er kallað Fortis og það er svolítið stífara en það sem mest hefur verið notað, tvíhnýtt og góð hnútafesta í því. Þá erum við að nota tveggja millimetra efni í staðinn fyrir fjög- urra millimetra. Þetta erum við að nota í skver og yfirbyrði og erum að létta þann hluta trollanna. Það þýðir að þau fylgja botninum betur vegna minni mótstöðu í yfirbyrði og létta jafnframt á drættinum.“ Hörður segir að Færeyingar og Græn- lendingar hafi aðeins verið í þessu. „Við settum fyrsta trollið af þessari gerð upp um áramótin fyrir Iliveq, sem er í eigu dótturfélags Brims. Það kom mjög vel út og í framhaldinu settum við upp troll fyrir Hrafn Sveinbjarnarson sem þeir eru mjög ánægðir með. Í ágústmánuði afhentum við svo tvö troll fyrir Guðmund í Nesi, sem dregur tvö troll í einu. Fleiri útgerðir eru að fylgjast með þessu og að banka upp á hjá okkur enda hefur reynslan hingað til verið mjög góð og þá koma væntanlega ein- hverjir aðrir og fylgja okkur eftir. Stóru togararnir hafa ekki sýnt þessu mikinn áhuga hingað til en eru nú tilbúnir til að taka skrefið og nýta þetta nýja efni. Snur- voðarflotinn hefur dregist mikið saman en við eigum sem betur fer okkar kúnna og menn hafa verið trúir okkur og aðrir hafa komið inn. Svipaða sögu er að segja af humarbátunum. Skipin á humarveiðum eru orðin færri og öflugri, en við höfum þó aðeins fengið að vera með puttana í hum- artrollunum.“ Hefðbundin þjónusta „Svo erum við í þessu hefðbundna eins og að þjónusta línubátana með það sem til þarf. Þetta er svona alhliða veiðarfæra- þjónusta frá hinu smæsta upp í það stærsta. Við setjum reyndar ekki upp ný flottroll, en höfum verið með þau í við- haldi hérna. Við höfum þá bæði verið að þjónusta Þorbjarnarskipin og fleiri. Við höfum líka verið að taka trollin frá Græn- lendingunum og fara yfir þau þegar á þarf að halda þegar þeir eru á makrílveiðum.“ Sex til sjö manns vinna hjá Veiðarfæra- þjónustunni eftir því hvernig stendur á. Allt eru það mjög reyndir menn. „Við erum þrír hérna sem byrjuðum að vinna saman sem táningar hjá Jóni Holbergs í gamla daga. Aðrir hafa einnig verið mjög lengi í greininni og hafa verið á sjó þannig að við þekkjum vel bæði sjó- og landvinnu í þessu. Nóg hefur verið að gera og mér sýn- ist þetta ár vera betra en síðustu tvö til þrjú árin á undan þannig að við erum bara bjartir og ætlum ekkert að fara að ofurselja okkur stóru fyrirtækjunum,“ segir Hörður Jónsson. veidarfaeri.is Frá hinu smæsta upp í það stærsta Starfsmenn Veiðarfæraþjónustunnar: Theodór Vilbergsson, Sigurþór Ólafsson, Steinþór Helgason, Sverrir Þorgeirsson, Hörður Jónsson. Á myndina vantar Ólaf Þorgeirsson, sem var fjarverandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.