Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2016, Side 86

Ægir - 01.07.2016, Side 86
86 Miklar framkvæmdir standa nú yf-ir í höfninni í Þorlákshöfn. Helsta markmiðið með framkvæmdun- um er að bæta þar aðstöðu, einkum fyrir stærri skip með reglubundnar fragtsigling- ar milli Evrópu og Þorlákshafnar að leiðar- ljósi. „Við ætlum okkur að koma á vikuleg- um flutningum á milli Þorlákshafnar og Evrópu í framtíðinni. Það breytir miklu að stytta flutningstímann, sérstaklega á fersk- vöru til útflutnings og einnig til innflutn- ings. Einnig skiptir miklu máli að minnka útblástur frá skipum með styttri siglinga- tíma til og frá Íslandi með því að sigla til Þorlákshafnar,“ segir Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn. Flutningur á ferskum fiski Hann segir að þar sem styttra sé að sigla til Þorlákshafnar en Reykjavíkur, til dæmis frá Evrópu, og höfnin verði innan skamms mun dýpri og rýmri en verið hefur, hljóti það að vera góður kostur fyrir fyrirtæki með hafsækna starfsemi að koma sér fyrir í Þorlákshöfn. „Hér eru þegar öflug fyrir- tæki í útflutningi á ferskum fiski. Fyrir þau og önnur fiskvinnslufyrirtæki í nágrenni Þorlákshafnar hlýtur það að vera góður kostur að geta flutt fiskinn út ferskan héð- an með skipum til Evrópu,“ segir Hjörtur. „Þegar þessum framkvæmdum lýkur verðum við mjög vel í stakk búin til að taka á móti stærri skipum. Þá verðum við komin með snúningssvæði sem er 230 metrar í þvermál og sem nýtast mun sér- staklega stærri skipum. Það auðveldar flutningaskipunum mjög að athafna sig innan hafnarinnar. Auk þess verður meira pláss fyrir skipin við bryggjurnar. Ætlunin er að búa með þessu í haginn og bjóða betri aðstöðu og þjónustu fyrir flutninga- skip og vissulega að bæta alla aðstöðu fyr- ir þau skip og báta sem nýta höfnina í dag.“ Byggjum til framtíðar „Við erum að byggja okkur upp til framtíð- ar með því að bæta aðstæður og gæði hafnarinnar. Við teljum okkur hafa mikla möguleika til framtíðar í þjónustu við flutninga á sjó. Kuldaboli ehf. sem rekur frystigeymslu og skipaþjónustu auk lönd- unargengis úr fiskiskipum er á staðnum. Við bjóðum því upp á góðar aðstæður og við höfnina er þjónusta sem nýtist öllum. Við erum líka með öflugan dráttarbát til að aðstoða stærri skip og með vel þjálfaðan og góðan mannskap. Stefnan er að bjóða hér bestu þjónustu á hagstæðu verði. Með endurbótunum á höfninni sköpum við mjög góðar aðstæður fyrir fyrirtæki með hafsækna starfsemi. Við höfum mikið landrými til bygginga og lóðir fyrir fyrir- tæki nálægt höfninni,“ segir Hjörtur. 72.000 tonn af vörum Skipakomur á síðasta ári til Þorlákshafnar voru heldur færri en árið áður en þar munar mest um minni útflutning á vikri. Um höfnina fóru þó vörur upp á samtals 72.000 tonn, bæði inn- og útflutningur. Það komu 33 flutningaskip til hafnarinnar á síðasta ári og komur fiskiskipa voru 1.594. Að auki kom Herjólfur í 346 skipti. Flutn- ingaskipin eru ýmist að sækja vikur og sand eða koma með áburð og ýmsar aðrar vörur. Í rekstri hafnarinnar vega landanir fiskiskipa þyngst. Því er það nokkurt áhyggjuefni að sögn Hjartar að umtals- verðar bolfiskveiðiheimildir hafi verið seldar úr sveitarfélaginu í sumar. olfus.is Stefnt að reglubundnum fragt- siglingum til og frá Þorlákshöfn Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn. Komur fiskiskipa til Þorlákshafnar voru 1.594 talsins á síðasta ári.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.