Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2016, Side 104

Ægir - 01.07.2016, Side 104
104 Hver einasta sekúnda skiptir máli þegar maður fellur í sjó eða vatn. Við þær aðstæður hefur marg- sannað sig hvert gildi vandaðs björgunar- búnaðar er en hér á landi hefur um ára- tugaskeið verið framleiddur öflugur bún- aður til að bregðast við því þegar maður fellur fyrir borð, svokallað Markúsarnet. Pétur Th. Pétursson, framkvæmdastjóri Markus Lifenet ehf. í Hafnarfirði segir Markúsarnetið henta öllum gerðum skipa og báta, flutningaskipum, skemmtibátum, skútum og þannig mætti áfram telja. Mikill meirihluti framleiðslunnar fer á erlendan markað og því er Markúsarnetið nú orðið þekkt um allan heim. Pétur leggur mikla áherslu á að fram- leiðsla fyrirtækisins standist alþjóðlegar kröfur og hefur það þegar fengið ISO 9001:2008 gæðavottun Lloyd´s Register Quality Assurance í Svíþjóð til hönnunar og framleiðslu á björgunarbúnaði fyrir skip og báta og umhverfi á sjó og vötnum. Þetta segir hann aðalforsendu þess að fyr- irtækið geti framleitt og selt björgunar- og öryggisbúnað fyrir skip um allan heim og uppfyllt kröfur sem gerðar eru til slíks búnaðar samkvæmt SOLAS, alþjóðasam- þykktinni um öryggi á heimshöfunum og reglum einstakra aðildarríkja IMO, Al- þjóða Siglingamálastofnunarinnar. Markúsarnetið er framleitt í mismun- andi útfærslum eftir þeirri notkun sem því er ætlað. Bæði er um að ræða sérhönnuð net til björgunar á mönnum í sjó og einnig net sem fest eru á borðstokk skipa og báta, klifurnet eða sérstök net til að draga mann um borð. „Fyrir árið 2000 var nóg að hafa sam- þykki fyrir búnaðinum í nokkrum viður- kenndum ríkjum á 5 ára fresti, en eftir 2000 jukust kröfurnar og gerð var krafa um að siglingayfirvald í framleiðslulandi og flokkunarfélag tækju út vöruna og vott- uðu að hún uppfyllti settar kröfur. Markús- arnet af gerðinni MS var viðurkennt af Llo- yd´s Register EMEA árið 2000 og hefur verið endurnýjuð fjórum sinnum eftir það,“ segir Pétur. Þær kröfur sem framleiðsla Markúsar- netsins uppfyllir tryggja útgerðaraðilum að búnaðurinn er framleiddur til að standast íslenskar aðstæður, bæði á sjó og landi og að búnaðurinn sé einnig yfirfarinn reglu- lega, bæði af áhöfn og utanaðkomandi að- ila sem viðurkenndur er af viðkomandi siglingayfirvöldum og framleiðanda. Markus Lifenet ehf. framleiðir einnig fleiri gerðir björgunarbúnaðar, s.s. klifur- net, veltinet, neyðarstiga, slæðikörfu og björgunarlínur, sem styðja við Markúsar- netið og mæta sértækum kröfum fyrir hvert skip. „Auk þess að bjóða viðurkennd- ar lausnir til að bjarga fólki úr sjó bjóðum við útgerðaraðilum ráðgjöf um hvernig þeir geti best uppfyllt þessar kröfur og að- lagað þær að sínum rekstri,“ segir Pétur. The Markus net Markus Lifenet Ltd. is specialised in development and manufacture of a man overboard recovery products, made for all types of boats, ships, offshore installations, quay areas and similar land based water sides. The Markusnet design is based on many years of development and experience. Every part of the unit has specific purpose to make the Markusnet most reliable and effec- tive to retrieve man overboard in hazardous situations at sea. Markúsarnetið til bjargar þegar líf liggur við Pétur Th. Pétursson, framkvæmdastjóri Markus Lifenet ehf. í Hafnarfirði. markusnet.com Losaðu tengilínu og hylki. Taktu um handfang á bakhlið og færðu hylkið að björgunarstað. Taktu um háls kastlínupokans og opnaðu lásinn á honum. Taktu um útkant netsins og hvolfdu síðan lyftilínum í sjóinn. Um leið og kastpokanum er kastað vindmeginn við manninn, er netstykkið látið falla fyrir borð. Dragðu hratt inn slaka á tengilínu og lyftilínum og gefðu það síðan út til mannsins eftir því sem hann dregur netið að sér. Hafðu átak á línunum allan tímann. Leyfðu manninum í sjónum að fara í netið, helst sitjandi og í nokkurri fjarlægð frá skipinu. Nýtið ykkur ölduna þegar þið dragið manninn að og byrjið að lyfta honum upp. Lloyd’s Register / SOLAS gerðar viðurkenning nr.: SAS S100116 Viðurkenning Siglingastofnunar nr: 06.11.09.01 Nánari upplýsingar má fá í gegnum vef okkar: www.markusnet.com Maður fyrir borð öruggi og björgun er okkar viðfangsefni. Framleiðandi: Markus Lifenet Ehf. Breiðvangur 30, IS-220 Hafnarfirði. Sími: 565 1375 Fax: 565 1376 Netfang: markuslifenet@simnet.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.