Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2016, Side 108

Ægir - 01.07.2016, Side 108
108 Trackwell hf. hefur frá stofnun fyrir-tækisins, árið 1996, sérhæft sig í hugbúnaðargerð fyrir sjávarútveg- inn með sérstaka áherslu á lausnir tengdar fjarskiptum og staðsetningatækni. Track- well er hluti af Íslenska sjávarklasanum og leggur áherslu á að vinna með öðrum ís- lenskum fyrirtækjum, bæði birgjum og út- gerðarfyrirtækjum. Undanfarin ár hefur Trackwell unnið að þróun upplýsingakerf- is fyrir útgerðir, sem nefnist Hafsýn. Upplýstari ákvörðun um framhald veiða Steingrímur Gunnarsson sölustjóri segir að Hafsýn haldi utan um skráningar á veiðum og ráðstöfun afla um borð. Kerfið skráir sjálfkrafa staðsetningar, siglda vegalengd og hraða, ásamt upplýsingum um veiðar og afla. Hluti upplýsinganna skráist sjálf- virkt en hluti er skráður af skipstjórnar- mönnum um borð. „Upplýsingunum er miðlað samtímis til útgerðarinnar í landi en markmið kerfisins er að auðvelda mönnum að taka upplýsta ákvörðun um framhald veiða hverju sinni og velja hag- kvæmastu leiðirnar í því sambandi,“ segir Steingrímur. Hægt er að velja sérsniðin skráningaviðmót fyrir ísfiskskip, frystiskip og uppsjávarskip. Um borð í ísfiskskipum er haldið utan um skráningar á körum, stærðarflokkun, meðalstærð og gæðaþátt- um. Í uppsjávarskipum er skráð ráðstöfun í kælitanka (RSW), meðalstærð, verðmæti og ýmsir gæðaþættir og í frystiskipum er haldið utan um afurðaskráningar, afurða- lista, vinnslugerðir og umbúðir. Þá er einn- ig haldið utan um nýtingarprufur fyrir hverja vinnslugerð og skýrslur til Fiski- stofu og löndunarhafnar. Upplýsingar bæta skilvirkni Helsti kosturinn við Hafsýn er að með kerfinu er hægt að skipuleggja veiðar og vinnslu með tilliti til afurðaverðmæta, gæða og framleiðni. Þá er einnig hægt að skoða sögu fyrri veiðiferða, veiðislóðir afla og verðmæti eftir mismunandi tímabilum. Þar sem upplýsingunum er miðlað jafnóð- um í land getur útgerðin greint þær nánar og skipulagt frekari vinnslu og sölu afurða um leið og aflinn er veiddur. Þá er viðmót Hafsýnar einnig hannað með snjallsíma í huga og er því hægt að fá veiðiyfirlit beint í símann. Með því að tengja Hafsýn við fram- leiðslukerfin í landi fara upplýsingar varð- andi framleiðsluna um borð sjálfkrafa inn í birgðakerfi fyrirtækisins. Með því móti fær útgerðin nákvæmar upplýsingar um upp- runa vörunnar sem er forsenda fyrir rekj- anleika svo hægt sé að staðfesta sjálfbærni veiðanna. Mörg fiskiskip, sem nýlega hafa bæst í flotann, hafa búnað sem skráir olíu- notkun í rauntíma. Þessar upplýsingar er hægt að lesa inn í Hafsýn og bera saman olíunotkun einstakra hluta veiðiferðanna, hvort sem skipin eru á stími eða að draga veiðarfærin. Ný hugbúnaðarlausn fyrir útgerðir Steingrímur segir að á sjávarútvegssýning- unni í Laugardalshöll verði megináherslan lögð á að kynna nýjustu útgáfu Hafsýnar þannig að útgerðamenn geti kynnst því hvernig upplýsingarnar nýtast til að bæta skilvirkni og ná fram aukinni hagvæmni. „Við skynjum að útgerðirnar sjá sér hag í að geta metið framlegð veiðanna meðan á þeim stendur og Hafsýn gerir þeim einmitt kleift að gera það.“ Steingrímur Gunnarsson sölustjóri hjá Trackwell segir Hafsýn gera útgerðunum kleift að meta framlegð veiðanna á meðan á þeim stendur. trackwell.is Trackwell kynnir upplýsingakerfið Hafsýn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.