Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2016, Page 116

Ægir - 01.07.2016, Page 116
116 OJohnson & Kaaber kynnir orku-sparandi lausnir fyrir sjávarútveg-inn á sýningunni Sjávarútvegur 2016 í Laugardalshöll. Guðmundur P. Yngvason sölustjóri segir LED væðingu í lýsingu um borð í skipum hafna og þar sjái útgerðarmenn sér leik á borði að snar- lækka orkukostnaðinn um borð. Kastarar og ljós fyrir millidekk O. Johnson & Kaaber er 110 ára á þessu og samstarfsaðili fyrirtækisins í Danmörku, Elthermo, var stofnað 1939. Búnaðurinn á sýningunni er framleiddur af Elthermo og Light Partner sem sérhæfir sig í framleiðslu og þróun á miðstöðvarofnum og ljósabún- aði fyrir skip. Þess má geta að Elthermo er eitt af sex fyrirtækjum í Evrópu sem hefur heimild til að framleiða ljósakastara fyrir skip sem sigla Sú- ez-skurðinn. Kynntir verða dekkkastarar og ljós fyrir millidekk og vistarverur. Í öllum tilvikum er um LED ljós að ræða. Þetta er hágæðavara úr ryð- fríu stáli sem Guðmundur segir að sé á afar samkeppnishæfu verði. Allt að 90% orkusparnaður „Við kynnum eingöngu LED ljós fyrir skip. Orkusparnaður skiptir gríðarlega miklu máli um borð í skipum þar sem raforkan er framleidd með díselolíu. Með LED tækni er hægt að lækka orkukostnaðinn við lýsingu frá 50% og upp í 90%. Það er borðleggjandi dæmi að LED væða skipaflotann,“ segir Guðmundur. O. Johnson & Kaaber er umboðsaðili fyrir Philips sem framleiðir LED perur. Notkun glópera var bönnuð með tilskipun- um ESB árið 2009 og við tekur LED tæknin. Búist er við að bann við notkun annarra tegunda ljósgjafa verði einnig innleitt svo sem flúorpera og fleiri gerða. Ástæðan er ekki síst hin hraða framþróun LED tækn- innar. Enn meiri sparnaður næst með því að skipta út flúrperum fyrir LED. „Í frystum tekur það oft langan tíma að kveikja á flúrperum vegna gassins í perun- um en frostið háir LED perum að engu leyti. Lestar og frystiklefar um borð í skip- um og fiskvinnslum eru flestar með flúr- ljósum og þar er nánast óplægður akur fyrir mikinn orkusparnað. Hér í okkar fyr- irtæki settum við LED perur í frystiklef- ann. Við mældum 80% orkusparnað vegna lýsingarinnar í frystinum en auk þess sáum við að frystivélin sjálf notaði minni orku. Ástæðan er sú að minni hitamyndun er í frystiklefanum frá LED perunum. 90% orkunnar frá 58 watta flúrperu er hiti en ekki nema 10% ljós.“ Lengri líftími Guðmundur bendir á að sé líftími LED pera sé mun lengri eða minnst 30.000 stundir á meðan flúrperan hefur 12-15.000 stunda líftíma. Enn meiri munur er á ljós- kösturum. LED í kösturum hafa 70-100 þúsund stunda líftíma en Sodium peran 15-20 þúsund tíma. Meiri framþróun hafi orðið í ljósgjöfum á síðustu fimm árum en frá 1879 þegar glóperan var fundin upp. Að mati Guðmundar er innan við 10% flotans búinn að LED væða ljósabúnaðinn og segir hann O. Johnson & Kaaber búa sig undir bylgju LED væðingar um borð í skipaflota landsins. „Við erum að leita eftir ljósgæðum sem gera mönnum t.a.m. kleift að sjá fiskinn í réttum lit sem skiptir máli upp á gæði og meðhöndlun hráefnisins.“ O. Johnson & Kaaber kynnir einnig á sýningunni Sjávarútvegur 2016 rörofna frá Elthermo sem eru klæðskerasniðnir fyrir hvert skip. Ofnarnir eru smíðaðir í Dan- mörku eftir AutoCAD teikningum af skip- um og fást í hvaða lit sem óskað er, öllum lengdum og hvaða watta- og voltatölu sem óskað er. „Þessa ofna er hægt að klæð- skerasníða fyrir hvert skip þannig að þeir taka fullkomið mið af rýminu,“ segir Guð- mundur. O. Johnson & Kaaber kynna m.a. ljósa- búnað frá Elthermo á sýningunni Sjávar- útvegur 2016. Guðmundur P. Yngvason, sölustjóri O. Johnson & Kaaber. LED væðing skipaflotans ojk.is O. Johnson & Kaaber ehf – Tunguháls 1 – 110 Reykjavík – Sími 535-4000 – e-mail: pantanir@ojk.is Rafmagns ofnar  LED perur LED skipaljós LED kastarar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.