Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2016, Síða 142

Ægir - 01.07.2016, Síða 142
142 Optimar KAPP ehf. í Garðabæ hefur undanfarin ár verið vaxandi aðili í framleiðslu og sölu á ísþykkni- búnaði og kæli- og frystikerfum fyrir sjáv- arútveg og verslanir á Íslandi. Eigendur fyrirtækisins eru hjónin Freyr Friðriksson og Elfa Hrönn Valdimarsdóttir en þau stofnuðu á sínum tíma véla-, kæli- og renniverkstæðið KAPP ehf. KAPP hefur verið viðloðandi kæli- og frystimarkaðinn í allmörg ár en fyrstu árin snérist rekstur- inn fyrst og fremst um þjónustu og lausnir fyrir verslanir og aðra aðila. Við kaupin á Optimar Ísland ehf. hefur starfsemin færst í auknum mæli inn á svið sjávarútvegsins, meðal annars með framleiðslu á ísþykkn- búnaði undir vörumerkinu OPTIM-ICE og með því að bjóða alhliða þjónustu við fiskiskip og fiskvinnslur sem kæla hráefni. Fyrirtækin tvö, KAPP ehf og Optimar Ís- land ehf. voru sameinuð um síðustu ára- mót. Tæplega helmingur viðskiptavina Op- timar KAPP ehf. kemur í dag úr sjávarút- vegi og þegar blaðamaður Ægis náði tali af Frey var hann einmitt á leiðinni vestur á Snæfellsnes til að taka þátt í að setja OP- TIM-ICE ísþykknibúnað um borði í Rifsnes SH, línubát Hraðfrystihúss Hellissands. Í framhaldinu verður samskonar búnaður settur um borð í fiskveiðiskipið Örvar SH sem er í eigu sama aðila. Vaxandi vægi sjávarútvegsins Freyr segir að á sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll verði lögð áhersla á að kynna starfsemi fyrirtækisins og þær lausnir sem það býður. „Aðferð okkar við kælingu á fiski með Optim-ICE búnaðin- um er klárlega ein sú besta og hagkvæm- asta sem til er á markaðnum í dag því gríð- arlega hröð niðurkæling og eiginleikar ís- þykknisins fara einstaklega vel með hrá- efnið og rekstraröryggið er mikið,“ segir Freyr. Hann segir að annar kælitengdur búnaður eins og CARRIER kæli & frystivél- arnar verði einnig kynntur en fyrirtækið hefur selt þessar vélar undanfarin ár. Þá muni þau kynna véla- og renniverkstæði fyrirtækisins sem er afar vel tækjum búið. „Síðast og ekki síst munum við kynna kæli- og frystiþjónustu okkar sem nær frá litlum kerfum upp í þau allra stærstu því þótt vægi sjávarútvegsins hafi farið vax- andi í starfseminni undanfarin ár höldum við áfram úti öflugri þjónustu við aðrar greinar íslensks atvinnulífs en þar á meðal þjónum við tæplega 40 verslunum víða um land. Leiga á kæli- og frystivögnum Freyr segir að markvisst hafi verið unnið að því að auka þjónustu fyrirtækisins og byggja fleiri stoðir undir reksturinn. „Eitt af því sem við munum kynna á sýningunni í Laugardalshöll er leiga á kæli- og frysti- vögnum sem hefur mælst mjög vel fyrir. Við erum nú þegar komin með 32 slíka vagna í leigu til stórra aðila í flutningageir- anum eins og skipafélaga, útgerðar- og verslunarfyrirtækja.“ Hann segir að kæli- vagnaleigan sé rökrétt framhald af starfi fyrirtækisins í gegnum tíðina enda séu kæli- og frystikerfi sérsvið þeirra. „Nú get- um við boðið kæli- og frystivagna með 24 tíma þjónustu alla daga árið um kring. Við erum með stöðugt eftirlit með kælivögn- unum okkar og vitum til dæmis á undan bílstjórunum, sem aka dráttarbílunum, ef kælivélar bila eða ef eitthvað kemur upp á. Þá getum við strax látið vita.“ Freyr segir að uppbygging fyrirtækisins á undanförnum árum hafi verið skemmti- legur tími. „Árangur okkar má að verulegu leyti þakka frábæru starfsfólki því maður kemst ekki langt nema að vera með gott fólk með sér,“ segir Freyr Friðriksson hjá Optimar Kapp. Optimar KAPP kynnir fjölbreyttar lausnir í kæli-og frystikerfum Elfa Hrönn Valdimarsdóttir og Freyr Friðriksson, eigendur Optimar KAPP ehf. Freyr Friðriksson ásamt Trausta Ós- valdssyni þjónustustjóra. Unnið að uppsetningu á BP-120 ís- þykknibúnaði um borð í Rifsnesi SH-44. optimar.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.