Skagfirðingabók - 01.01.2002, Blaðsíða 11
ATHAFNASKÁLD f SKAGAFIRÐI
svonefnds, en hann var kynsæll í Skagafírði og jafnframt kyn-
fylgja sterk hvað varðar músíkgáfu og margvíslegt listfengi.
Björn Sigtryggsson bóndi í Framnesi í Blönduhlíð var gjör-
kunnugur Sigfusi og konu hans Jónínu Jósafatsdóttur frá
Krossanesi, enda nágranni þeirra í 15 ár, er bú þeirra stóð á
Syðri-Brekkum, eða frá 1903-1918. f þætti af Sigfúsi Hans-
syni í Skagfirskum ceviskrám 1890-1910, II, bls. 256-258, segir
Björn m.a. svo: „Hann var afkastamaður til vinnu og sláttu-
maður svo að af bar. Framan af var hann bláfátækur, enda
hlóðst ómegð á hann ... en á seinni árum, eftir að börnin
komust upp, komst hann í góð efni. Sigfús var hinn mesti
fjörmaður, glaðlyndur, en skapstór, hreinskiptinn og lét ekki
hlut sinn fyrir neinum. Hann var höfðingi í lund og tryggur
vinur vina sinna, greiðvikinn og góður nágranni. Hann var
hestamaður góður, var bráðlaginn tamningamaður og átti alltaf
góða hesta.“
Margt sýnist hafa verið lxkt í eðlisfari þeirra nafna, Péturs-
sonar í Eyhildarholti og „Hanssonar“ í Gröf, enda munu fæstir
sem til þekktu hafa velkst í vafa um faðerni hins síðarnefnda,
né heldur hann sjálfur. En hvorugur mun hafa gert sér far um
að tengjast hinum með samskiptum af neinu tagi. í tengslum
við framanritað má geta þess að í ágætri minningargrein um
Sigurð Sigfússon, eftir systurson hans, Sverri Sveinsson raf-
veitustjóra á Siglufirði, sem birt var í Morgunblaðinu 19- janúar
1997, má líta eftirfarandi: „Það var mikill kraftur í Sigurði.
Mér er í barnsminni þegar hann kom með hestastóð sem hann
og fleiri höfðu keypt í Skagafirði og ráku yfír Siglufjarðarskarð
til slátrunar á Siglufirði." I samtali sem þáttarritari átti við
Bjarna, bróður Sigurðar, sagði hann Sigurð hafa verið hest-
hneigðan og jafnvel tekið fola til tamningar á unglingsárum
sínum heima í Gröf.
Jónínu Jósafatsdóttur, konu Sigfúsar, lýsir Björn á eftirfar-
andi hátt: „Jónína var meðalkona á hæð, þéttvaxin, fríð sýnum
og viðmótið hlýtt og aðlaðandi. Þrátt fyrir mikla vinnu við
9