Skagfirðingabók - 01.01.2002, Síða 160
SKAGFIRÐINGABÓK
e) Þorsteinn yngri, skírður 20. júní 1752 á Bægisá, dáinn
18. maí 1791, prestur í Stærra-Árskógi. Hann var tví-
kvæntur og átti mörg börn, þar á meðal séra Hallgrím,
föður Jónasar skálds, séra Kristján á Völlum, forföður
þeirra af þessum ættmennum sem gert hafa Eldjárnsnafn-
ið að ættarnafni, og Soffíu, móður Halldórs hreppstjóra í
Brekku, föður Zophoníasar prófasts í Viðvík.
f) Þórvör, skírð 19- júní 1754 á Bægisá, dáin 14. mars 1765.
g) Ólöf, skírð 24. september 1755, dáin 8. janúar 1815,
húsfreyja í Miklagarði í Eyjafírði. Maður hennar var séra
Hallgrímur Thorlacius og verður í sögunni síðar.
Mikið fjölmenni á ættir að rekja til þessara systkina, þar á með-
al allmörg skáld, mismerk, og nokkurt mannval annað eins og
gengur. Hinir teljast víst ekki.
: 'Jíaflgrímur <E(djámssoti_____________+_________Ófof Jónsdottir
rSjám SnióCaug Sr. Þorsteinn
1Dr’■ ‘HaKgrimur Scheving 1 Sr. HaOgrímur —i Sofpa 1 Sr. 'Kristján
Jónas sháCcf JfaCCcCór i (Breh&u 1 Sr. <Þórannn
Sr. Zophonías í Vi&vif^ 1 Sr. TQistján ‘Eíájár,
Ólöfu brá ekki til föðurættar sinnar um langlífi því að hún lést
haustið 1757. Grafin 5. september „mín sæla Oluf Jonsdóttir á
35 áre“ skráir séra Hallgrímur í prestþjónustubók sína af stakri
orðvarfærni.46 Þann sem stautar sig í gegnum fáorðar færslur
klerks rennir þó grun í harminn sem síðar braust fram í einum
af sálmum hans: „Ekkjumanns tárug andvörp, upp send í him-
ininn“.
Því er eins um Ólöfu farið og nær allar aðrar konur fyrri alda
að um persónuna sjálfa er ekkert vitað. Dánarorsök hennar er
158