Skagfirðingabók - 01.01.2002, Blaðsíða 38
SKAGFIRÐINGABÓK
sínu, meiri atvinnu en nokkurn tímann hafa verið dæmi
til í sögu þess. Afleiðingar atvinnuleysis - þann smánar-
blett á atvinnulífi þjóðar — þekkja allir og engir betur en
verkamenn. Grein Hjálmars Theódórssonar fjallar ein-
vörðungu um það sem miður er um fyrirtæki þau sem
S.S. stjórnar, gætu því ókunnugir ætlað að hann hefði
verið verkamönnum á Sauðárkróki hinn óþarfasti maður.
Þessi grein er rituð til þess að sýna fram á hve mikil
lyftistöng fyrirtæki S.S. hafa verið verkafólki í bænum.
Hér mun því saga fyrirtækja hans rakin í fáum dráttum.
Sigurður Sigfússon fluttist til Sauðárkróks árið 1945,
og hóf hann þegar byggingaframkvæmdir. Bærinn hafði
þá verið að mestu með sama svip um langt árabil, ný eða
nýleg hús voru sárafá. Atvinna var ekki meiri en svo hjá
öllum þorra manna [en] að nægt hafi til hnífs og skeiðar.
Á þeim árum sem síðan eru liðin, hefir bærinn þanist út,
og mun óhætt að fullyrða, að ekkert þorp norðanlands
getur státað af eins miklum framkvæmdum og Sauðár-
krókur, og mun það eins dæmi, að verkamenn í sjávar-
þorpi hafi lyft því Grettistaki að byggja svo mikið og vel
sem verkafólk á Sauðárkróki, því að mikill meiri hluti
fjölskyldufeðra í verkamannastétt mun nú eiga þak yfir
höfuðið. Hér kemur tvennt til: I fyrsta lagi sýnir þetta að
verkafólk þar er á því menningarstigi að kunna vel með
fé að fara, svo vel, að fágætt mun, og í öðru lagi að at-
vinna hefir aukist í bænum frá árinu 1945, eða eftir að
S.S. og félagar hans hófu þar starfrækslu sína, enda er hér
hvað öðru skylt. Er S.S. kom til bæjarins reisti hann þeg-
ar trésmiðju og hóf sölu byggingarefnis. Síðan keypti
hann Yerslun Kristjáns Gíslasonar í félagi við annan
mann og tók sú verslun til starfa árið 1946. Þremur
árum síðar var byggingastarfsemin orðin svo umfangs-
mikil, að sameinaðir voru meiri starfskraftar, gengu þá
tveir iðnaðarmenn, múrarameistari og byggingarmeist-
ari í félagið ásamt minni hluthöfum.
36