Skagfirðingabók - 01.01.2002, Blaðsíða 217
NOKKRIR ELDJÁRNSNIÐJA
1922 á Jaðri, bóndi víða í Skagafirði, síðast í Pottagerði
1900-1905 og eftir það í húsmennsku hjá syni sínum þar,
„greindur maður og minnugur, — gleðimaður þó þess gætti ekki
að jafnaði heima fyrir, meðan kona hans lifði“ (Skagf. æviskrár
1890-1910 1:253—254). K.: 24. október 1876, Steinunn Jóns-
dóttir, f. 12. október 1847 á Víðivöllum, d. 18. mars 1907, hús-
móðir; „geðhvöss og talin bæði bóndinn og húsfreyjan".
For.: Halldóra Finnsdóttir húsmóðir og m.h. Jón Ólafsson bóndi
í Kjartansstaðakoti og víðar (Skagf. æviskrár 1850—1890 1:154
—155). Fyrir hjónaband átti Steinunn tvo syni með Jónasi Jónssyni
í Hróarsdal, Jón, sem dó á 1. ári, og Jóstein bónda í Naustavík
í Hegranesi. Börn Sigfúsar og Steinunnar: a) Halldóra Ingibjörg,
b) Friðrik, c) Margrét, d) Björn, e) Anna.
3a Halldóra Ingibjörg Sigfúsdóttir, f. 17. maí 1876 á Gauks-
stöðum á Skaga, d. 26. nóvember 1951, húskona á Sauðárkróki
(Glóðafeykir 5:31). Ógift og barnlaus.
3b Friðrik Sigfússon, f. 20. desember 1879 á Brenniborg, d. 16.
desember 1959 á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd, bóndi í Potta-
gerði í Staðarhreppi 1905—18, á Jaðri 1918-31 og í Kálfárdal
1931—35 er þau hjón fóru til barna sinna á Ingveldarstöðum,
„röskur maður, prýðisvel gefinn og laglega hagmæltur en nokkuð
ölkær á yngri árum ... talinn einn af markfróðustu samtíðarmönn-
um sínum í Skagafirði... mjög fátækur...“ (Skagf. æviskrár 1890—
1910 1:71-72). K.: 24. apríl 1906, Guðný Jónasdóttir, f. 16.
mars 1877 í Hróarsdal í Hegranesi, d. 29. apríl 1949, húsmóðir.
For.: Elísabet Gísladóttir húsmóðir og m.h. Jónas Jónsson bóndi,
smáskammtalæknir og yfirsetumaður í Hróarsdal (Ljósmæður á
íslandi 1:354-355; Skagf. æviskrár 1890-1910 1:185-188). Á
meðal barna þeirra voru Steingrímur bóndi á Ingveldarstöðum og
síðar trésmiður á Sauðárkróki, Steinunn húsmóðir á Siglufirði, Margrét
húsmóðir á Sauðárkróki, FriSrik verkamaður á Sauðárkróki og
Sigríður húsmóðir á Ingveldarstöðum, móðir Ulfars Sveinssonar
oddvita þar.
3c Margrét Sigfúsdóttir, f. 12. okt. 1883, húskona á Sauðárkróki.
3d Björn Sigfússon, f. 12. apríl 1892 á Stóru-Seylu á Langholti,
d. 7. mars 1931 á Sauðákróki, vinnumaður hjá Friðriki bróður
215