Skagfirðingabók - 01.01.2002, Blaðsíða 194
SKAGFIRÐINGABÓK
hafði auðvitað ekki farið fram hjá sveitungum þeirra hvert
stefndi en flutningurinn að Háleggsstöðum var hastarleg stað-
festing þess sem áður hafði aðeins verið grunur og orðasveimur;
nú var öllum bert að höfðingjarnir voru orðnir sléttir kotbænd-
ur.
Það var einmitt sumarið 1807, sem áður er nefnt, að Eldjárn
slóst í flokk þeirra bænda í Hofsþingum sem neituðu að greiða
séra Benjamín Jónssyni tíund af jörðum þeim sem þeir höfðu
keypt á uppboði Hólastólsjarða. Gísli konrektor á Hólum
Jónsson (biskups Teitssonar) rak málið fyrir séra Benjamín en
talsmaður bænda var áðurnefndur Jón Þorvaldsson í Enni. Séra
Benjamín var enginn ójafnaðarmaður enda fór svo að málið var
dæmt honum heldur í vil. Líkast til hefði Eldjárn ekki fyllt
flokk andstæðinga svila síns og sóknarprests hefði ekki sorfíð
að hjá þeim Kristrúnu.
Dómurinn í þessari tíundarþrætu fól það meðal annars í sér
að Eldjárn skyldi greiða eins árs tíund af Háleggsstöðum og
sýnir því að Eldjárn hefur keypt þá jörð árið 1806, þegar hann
seldi Enni. Hann hefur þá ekki verið kominn í algjört þrot, en
illa var hann staddur. A manntalsþingi á Hofi sumarið 1808
var lesin fullmagt Gísla konrektors frá Baagöe verslunarstjóra
hjá Kyhns verslun á Siglufírði að innheimta skuldir bænda og
er þá tekið fram að Eldjárn kannist við skuld sína en geti ekki
greitt hana, lofi þó að gera það síðar (þótt hins sama sé ekki
getið um aðra).131 A Hofsþingi 1809 var og upplesin krafa séra
Vigfúsar Reykdals á Hvanneyri (systursonar Gísla konrektors)
á hendur Eldjárni en þess ekki getið að hann leysti sig undan
henni.132
Árið 1801 voru að líkindum þessi af Eldjárnsbörnum og
Kristrúnar hjá þeim í Enni: Hallgrímur, 13 ára, Þórvör, 12 ára,
Guðrún eldri, 11 ára, Eyjólfur, 7 ára, Solveig, 6 ára, Sigfús, 4
ára, Jón, 4 ára og Guðrún yngri, 2 ára.
Guðrún eldri kann að vísu að hafa verið komin að Ljótsstöð-
um á Höfðaströnd; þar er hún í fóstri 1803. Eina barnið sem
192