Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 177
ELDJÁRNSÞÁTTUR
Galdra-Páll var hann kallaður, skröggur á níræðisaldri. Þerra
var enginn annar en Páll Halldórsson á Arvelli, bróðir Jóns
gamla á Völlum og því afabróðir Eldjárns. „Hann var einn
til fenginn og settist í kofa einn á Reynistað, og var þar
myrkt; vildi hann engan láta til sín koma, og ei vildi hann
hlýða lestri...; lét hann svo sem hann mætti vita, hvar lík
þeirra bræðra voru, en kvað þó glapta sjón fyrir sér og engan
mega að komast. ... En er hann hafði nokkra stund að þessu
verið, tók hann sótt þá, er leiddi hann til bana. Bað hann þá
láta grafa sig í þúfu einni á vellinum að Reynistað, en ei hyggj-
um vér það gjört sem hann bað“, segir Espólín í Skagfirðinga-
sögu sinni.87
Nú fóru í hönd örðugir tímar, mikið hafísár 1782, Skaft-
áreldar 1783 og síðan móðuharðindin til 1785. Húsakostur
margra prestsetra var illa farinn og kúgildin víða gjörfallin
þegar hér var komið sögu. Sú kvöð hvíldi á presti sem tók við
föllnum stað að endurreisa bæði hús staðarins og kúgildi eftir
bestu getu og þótti mönnum ekki alltaf eftirsókn í því hlut-
skipti. Þeir sem töldust til andlegrar stéttar gátu búist við því
að verða skikkaðir til þess að taka við einhverjum vondum stað
og fyrir kom að menn forðuðust slíkt með því að segja sig úr
stéttinni. Svo var t.d. um Þorstein, son séra Jóns Sveinssonar í
Goðdölum; hann tilkynnti Arna biskupi Þórarinssyni haustið
1785 að hann gæti ekki talið sig með mönnum andlegrar stétt-
ar og bar við veikindum.88 Þorsteinn bjó síðan í Gilhaga og
Húsey, var talinn með helstu bændum Skagafjarðar og kenndi
sér löngum einskis meins.
Eldjárn kemur einmitt við sögu í bréfabók Arna biskups
þetta sama ár, 1785. Biskup getur hans þar á meðal þeirra
stúdenta sem hættir voru að stunda guðfræði og gátu því ekki
talist á meðal prestsefna framar — bætir því síðan við að hann
hafi góðar gáfur en „sýnist frábitinn studiis".89 Eldjárn kærði
sig með öðrum orðum ekki um að verða prestur, og fór í því
sem Þorsteini frá Goðdölum.
175