Skagfirðingabók - 01.01.2002, Blaðsíða 157
ELDJÁRNSÞÁTTUR
mágur Skúla fógeta. Nú bar svo til að báðir þessir máttarstólp-
ar guðs kristni og góðrar skikkunar burtkölluðust, Björn á
Þorláksmessu 1766 en Jón tæpu ári síðar, 2. desember 1767.
Þegar fréttist um andlát Björns sótti Hallgrímur um Grenj-
aðarstað og hlaut umsókn hans stuðning Ólafs Stefánssonar
stiftamtmanns og Gísla biskups. Veiting staðarins var á hendi
sjálfs konungs, unglingsins Kristjáns 7., sem þá var nýsestur í
hásætið (1766—1808) og bar þegar nokkur merki geðklofans
sem síðar átti eftir að magnast og eitra líf hans. Leið nú og beið
meðan ráðgjafar konungs véluðu um málið í hásölum stjórnar-
deildanna ytra en þá barst sú frétt að Jón Vídalín væri látinn,
aðeins fertugur, og Laufás laus til umsóknar. Hallgrímur skrif-
aði Ólafi stiftamtmanni þá einkabréf, þann 26. desember
1767, og leitaði ráða hjá honum með því að hann vildi gjarnan
fá Laufás ef svo skyldi fara að hann missti af Grenjaðarstað.
Stiftamtmaður vékst vel við og kallaði séra Hallgrím til
Laufáss, 15. janúar 1768, svo að hann missti ekki beggja stað-
anna.41 I fardögum 1768 fluttist Hallgrímur svo að Laufási en
aðeins tveim vikum síðar barst honum veitingarbréf konungs
fyrir Grenjaðarstað. Sat hann nú Laufás um sumarið en flutti
þaðan að Grenjaðarstað strax um haustið, í september, og sat
síðan þann mikla stað til æviloka, 1779- Prófastur varð Hall-
grímur hins vegar ekki í Suður-Þingeyjarsýslu, enda hafði Sig-
fús hálfbróðir hans tekið við þeim starfa 1768, sama ár og
Hallgrímur fluttist í sýsluna.
Þess er áður getið að tengsl Hallgríms við Gísla biskup
stuðluðu að frama hans en þess gætti þó ekki fyrst í stað. Sem
fyrr segir sleppti hann Hrafnagili við Erlend systurmann
Gísla 1754 en sótti þó um að komast frá Bægisá þegar það
ár og svo aftur 1757. Illugi Sigurðsson dómkirkjuprestur á
Hólum lést 1759 og vildi Hallgrfmur þá verða dómkirkju-
prestur en úr því varð ekki, heldur valdi Gísli mág hans til
embættisins, Halldór Jónsson frá Völlum; líklega óttaðist
Gísli að Hallgrímur yrði sér lítt eftirlátur á Hólastað og ráðrík-
155