Skagfirðingabók - 01.01.2002, Blaðsíða 136
SKAGFIRÐINGABÓK
skuld, en það þikir ekki mikið hjer. Ástand manna í þessari ný-
lendu er í fám orðum þetta: flestir komast alivel af, margir eru
skuldugir, nokkrir eru komnir í góð efni.
Nú verð jeg að víkja sögunni til barna okkar. Dætur mínar
Ingiríður og Sigrún eru í Winnipeg. Þær eru giptar fyrir 17
eða 18 árum og eiga sín 6 börnin hver. Ingiríði hefur altaf lið-
ið vel, en Sigrúnu miður, þær eignuðust báðar enska menn.
Ingu maður er reglumaður og hefur ætíð sjeð vel um heimili
sitt. En hinn lagðist í drykkjuskap og varð óhæfur til að sjá um
konu sína og börn á seinni árum, en var þó að upplagi góður
drengur. Sigrún er nú orðin ekkja því maður hennar dó í vetur;
en til allrar lukku var hann á lífsábyrgð, svo hún mun hafa
fengið 2000 dali að honum látnum, svo hún ætti að komast af
hjer eptir. Guðríður giptist fyrir 10 árum Þorláki nokkrum
Þorfmnssyni, hann er systursonur Þorláks Pjeturssonar sem
einu sinni bjó á Breyð, duglegur maður og greindur, en nokk-
uð óstöðugur í rásinni eins og móðurbróðir hans. Þau eiga 4
drengi en hafa misst 1 dreng. Þau lifa hjer í Norður Dakóta og
líður þolanlega. Barði sonur okkar lifir í Grand Forks, það er
allmikill bær, um 75 mílur sunnar en jeg lifi, í þessu ríki.
Þegar hann var búinn að læra það sem hægt var að nema á
alþýðuskólanum hjer hjá ísl[endingum] gekk hann á ríkis-
háskólan í Grand Forks 18 ára gamall og útskrifaðist eptir 7
ár, síðan lærði hann lögfræði og er nú málfærslumaður. Hann
er fríður maður sýnum og vel gáfaður og talinn með hinum
betri ræðumönnum þessa ríkis, reglu og snirtimaður í allri
framgöngu. Hann giptist enskri bóndadóttir fyrir fjórum árum
síðan, mentaðri og mindarlegri konu, þau hafa eignast einn
son. Skúli gekk alveg sama veginn sem bróðir hans, hann er
búinn að vera nærri 6 ár á sama skólanum, og útskrifast um
miðjan næsta mánuð. Hann er ekki eins fríður og fyrirmann-
legur sem Barði en er þó vel að manni, og mjög er líkt um gáf-
ur þeirra. Ekki veit jeg hvað hann tekur fyrir þegar skólanám-
inu er lokið.
134