Skagfirðingabók - 01.01.2002, Blaðsíða 149
ELDJÁRNSÞÁTTUR
nautur greifanna og sómi vor meðal þjóðanna" vékst vel við
bón þessa hruma handritamanns og bað sinn teprulega vin
biskupinn að taka gamla manninn heim að Hólum í guðsþakk-
arskyni.22 Og það varð. Arið 1703 er Ingiríður Ingimundar-
dóttir til heimilis á Hólum og svo ástmaður hennar hinn aldni,
hún 27 ára „tekin af vergangi í guðs nafni, vinnur að ullu“ en
hann „emeritus lögréttumaður", tekinn „af hr. biskupinum í
guðs nafni“, 79 ára.23
í guðs nafni og Arna, sem sagt. Halldór Þorbergsson hét
öldungurinn, sonur Þorbergs sýslumanns á Seylu Hrólfssonar
lögréttumanns sterka á Alfgeirsvöllum Bjarnasonar. Hrólfung-
ar kallast afkomendur Hrólfs, sem kunnugt er, miklir menn og
sterkir margir. Halldór naut ekki arfs eftir föður sinn, var hór-
getinn, en ólst þó upp hjá honum og bjó að líkindum á móti
honum á Seylu um skeið og síðar bjó hann á Miðgrund og í Ey-
hildarholti og um 1698 var hann í Vík. Hann var lengi meðal
fremstu bænda í Skagafirði og einn af lögréttumönnum héraðs-
ins 1653—90, en á því árabili voru nefndarmenn Skagfirðinga
að jafnaði 7-9 talsins. Auk þess var hann um skeið umboðs-
maður Benedikts Halldórssonar sýslumanns og þótti fara lög-
sögnin vel úr hendi. Ekki er hans þó minnst fyrir veraldarvafst-
ur heldur fræði, einkanlega Seyluannál sem hann ritaði um árin
1641-58, eins konar framhald Skarðsárannáls. Hann mun ung-
ur hafa verið undir handarjaðri Björns Jónssonar á Skarðsá og
lært af honum bókleg fræði. Einhver af handritum Björns
lentu síðar í eigu Halldórs, þar á meðal frumritið af sjálfum
Skarðsárannál, sem áður hafði verið í eigu Þorláks biskups og
til láns hjá Brynjólfi biskupi en komst síðar í eigu Arna Magn-
ússonar og varð eldsbráð í Kaupmannahöfn 1728.24
Eiginkona Halldórs var Vigdís Ólafsdóttir og virðist líkleg-
ast að þau hafi gifst ung, um 1645. Hann hefur þá verið talinn
mannsefni því að foreldrar Vigdísar voru mikils háttar, Ólafur
Jónsson prófastur í Miklabæ og Guðrún kona hans Þórðardótt-
ir frá Marðarnúpi, bróðurdóttir Guðbrands biskups.
147