Skagfirðingabók - 01.01.2002, Blaðsíða 62
SKAGFIRÐINGABÓK
ember sama ár staðfestir bæjarstjórn leyfisveitingu fyrir bygg-
ingu hússins samkvæmt fyrirliggjandi teikningum sem unnar
voru af Gunnlaugi Pálssyni í september 1955.
„Stóra blokkin" er byggð á horni Sólvallagötu og Faxabrautar
í Keflavík og er fjögur stigahús sem hvert hefur sitt húsnúmer:
Faxabraut 25 og 27, Sólvallagata 38 og 40. Stærð hússins er
samtals 3.310 brúttó fermetrar eða 9.605 rúmmetrar. Verkefni
þetta var stærra í sniðum og þyngra í framkvæmd en svo að
Sigurður teldi sér fært að ráðast í það af eigin rammleik. Hann
fékk því til liðs við sig nokkra áhugasama einstaklinga sunnan
heiða, þeirra á meðal þá Efri-Hóla bræður, Jóhann, lengst af
kenndan við verslunina Kápuna, og bróður hans, Sæmund, for-
stöðumann sauðfjárveikivarna, Friðrikssyni. Einnig komu að
fyrirtækinu Baldvin Tryggvason, síðar sparisjóðsstjóri, Agúst
Sæmundsson, sem rak efnalaug í Reykjavík, og einhverjir
fleiri, þar á meðal Sveinn Jónsson byggingameistari sem hafði
með höndum yfirumsjón verksins ásamt Arna Guðjónssyni
starfsfélaga og meðeiganda Sigurðar frá Sauðárkróki. Bygging-
in hófst sumarið 1955 og var stofnað um hana hlutafélag sem
nefnt var „Grunnur hf.“ Auk þess fékk Sigurður í félag við sig
Jósef Stefánsson byggingameistata á Sauðárkróki sem flutti tré-
smíðavélar sínar suður og kom þeim fyrir á neðstu hæð hússins
eftir að hún var komin undir þak. Unnu Jósef og synir hans eft-
ir það flest sem vélavinnu þarfnaðist við byggingu hússins. Jón
Jóhannsson flutti vélarnar suður á vörubifreið sinni og jafn-
framt nokkuð það af starfsliði sem fylgdi í upphafi, og kúrðu
jafnvel einhverjir á bílpallinum ofan á vélafarminum.
I tengslum við þessa framkvæmd var sett á stofn mötuneyti í
húsakynnum frystihúss sem ekki var starfrækt yfir sumarmán-
uði, og var ráðin til forstöðu þar þekkt matráðskona frá Sauðár-
króki, Ásta frá Mörk, sem ýmsir muna enn í dag.
Þótt byggingarár hússins sé talið vera 1955 mun fullnaðar-
frágangur hafa tekið u.þ.b. þrjú ár sem fyrr segir, enda um að
ræða stærstu íbúðarbyggingu Keflavíkur enn þann dag í dag,
60