Skagfirðingabók - 01.01.2002, Blaðsíða 39
ATHAFNASKÁLD f SKAGAFIRÐI
Á þessu röska tíu ára tímabili munu hafa verið byggð
um eða yfir 60 hús á Sauðárkróki, og er óhætt að fullyrða
að fyrirtæki S.S. og félaga hafa að meira og minna leyti
byggt og aðstoðað við byggingu á helft þessara húsa, eða
að 2/3 hlutum. S.S. mun hafa komið með fyrstu steypu-
hrærivélina til Sauðárkróks, er ætluð var til almennra
nota. Ekki þykir slíkt umtalsvert nú, en fyrir röskum
áratug horfðu málin öðruvísi við, enda lætur að líkum
hver áhrif slíkt hefir haft á byggingariðnaðinn á staðn-
um. Hann mun einnig hafa verið fyrstur manna þar til
að nota standklæðningu í steypumót. Sýnir þetta hvort
tveggja, að hér fer saman víðsýni, dugnaður og verk-
hyggni, sem komið hefir Sauðkrækingum að góðu haldi,
en jafnan er svo að auðveldara er að ganga þá götuna sem
þegar hefir troðin verið og feta í fótspor þeirra er ruddu
nýjungum braut. En nú kann einhver að segja, að það sé
að vísu þakkarvert að vinna að húsagerð, en mest velti þó
á því að haganlega sé byggt og kostnaði öllum í hóf
stillt, enda nokkuð verið rætt um okur við húsabygging-
ar að undanförnu, og því miður ekki að ástæðulausu.
Þeim sem vilja gerr vita um húsabyggingar S.S. á Sauð-
árkróki, skal því veitt nokkur úrlausn, og verður þá
stuðst við grein, er Jónas Guðmundsson skrifstofustjóri í
félagsmálaráðuneytinu ritaði í Tímann 14. og 15. októ-
ber árið 1952.
Grein þessi fjallar um verkamannabústaði er reistir
voru af S.S. að tilhlutan félagsmálaráðuneytisins og
Sauðárkróksbæjar. Sauðárkróksbær sótti um lán til út-
rýmingar á heilsuspillandi húsnæði árið 1946, en það
var fyrst árið 1950, er samþykkt voru lög um gengis-
skráningu o.fl., að skriður komst á málið. Hinn 15. maí
1951 var húsameistara ríkisins falið af ráðuneyti að gera
uppdrætti að húsum þeim, sem fyrirhugað var að reisa á
Sauðárkróki. Ráðuneytið vildi láta byggja hús þessi svo
37