Skagfirðingabók - 01.01.2002, Blaðsíða 151
ELDJÁRNSÞÁTTUR
Jón var einna yngstur Halldórsbarna. Hann fæddist í Yík þann
6. febrúar 1698 og fór þegar í fóstur til Halldóru hálfsystur
sinnar á Seylu. Hún var þá liðlega fertug og missti bónda sinn
ári síðar en bjó áfram á Seylu og ól Jón litla upp til tíu ára ald-
urs. Húsfrú Þrúður Þorsteinsdóttir (Þorleifssonar Magnússonar
prúða), kona Björns biskups, réð því að drengurinn var tekinn
heim að Hólum skömmu eftir að stórabóla gekk, 1707 eða
1708, og var hann því vísast í hópi þeirra sem horfðu ráðþrota
á þegar biskupsstofan brann, í nóvember 1709- Stofuna hafði
biskup látið smíða, vel gerða og trausta, og brann allt sem í
henni var á skammri stund, sængurföt og bækur, smíðað silfur,
prentverkfæri og margt annað fémætt. Konur sem höfðu lagt
sig til aftansvefns í loftinu komust nauðuglega út en fimm
vetra telpukorn brann inni.26
Árið 1710 var Jón tekinn í Hólaskóla og hefur líklega verið
yngstur skólasveina fyrst í stað. I apríl sama ár segir Björn
biskup Árna vini sínum í bréfi að Halldór Þorbergsson sé „and-
arslitrandi" og „gamalær" og því ekkert að reiða sig á frásagnir
hans frá fyrri tíð þótt hann láti það nú samt alltaf eitthvað
heita karlkindin en verst sé að hann sé vart viðmælandi sökum
heyrnardeyfu.27 Ekki mæltist biskupi spámannlega að þessu
sinni því að sjálfur dó hann úr tæringu aðeins hálfum öðrum
mánuði síðar, 13. júní 1710. Halldór hjarði þó fram í hrak-
viðrasaman september 1711, að hann burtkallaðist, 88 ára.28
Ekki segir af samtölum þeirra feðga á Hólum, Halldórs
gamla og Jóns, en Jón óx úr hjaltdælsku grasi sem vænta
mátti. Varð hann bæði mikill vexti og rammur að afli eins og
hann átti kyn til og hafði skapsmuni. Stúdent varð hann tví-
tugur, árið 1718, og lagði Steinn biskup þá þegar fyrir hann að
vígjast til Miðgarða í Grímsey. Miðgarðar þóttu með allra lök-
ustu prestaköllum og eyjarskeggjar voru illræmdir fyrir galdra
og þekktir að því að bekkjast við presta sfna. Prestskapur í
Grímsey jafnaðist því á við nokkurs konar þegnskylduvinnu og
kom oftast í hlut nýútskrifaðra stúdenta af lágum stigum og
149