Skagfirðingabók - 01.01.2002, Blaðsíða 220
SKAGFIRÐINGABÓK
2b Sigfús Sigfússon, f. 16. desember 1846 á Arnarstöðum, d. 7.
október 1917 í Æsustaðagerði í Saurbæjarhreppi; ólst upp hjá
föður sínum og stjúpu á Arnarstöðum, bóndi á Arnarstöðum í 6 ár
og síðan í Æsustaðagerði 1893—1917. K.: 15. október 1869,
Ingibjörg Tómasdóttir, f. 1846, húsmóðir. For.: Þuríður Davíðs-
dóttir húsmóðir og m.h. Tómas Jónsson bóndi í Holti í
Grundarsókn í Eyjafirði. Þau voru barnlaus en ólu upp fimm eða
sex fósturbörn.
2c Helga Sigríður Sigfúsdóttir, f. 8. desember 1861 á Arnar-
stöðum, d. 24. desember 1865.
li Jón Eldjárnsson, líklega f. 15. mars 1797 í Enni á Höfða-
strönd (þ.e. líklega tvíburi við Sigfus), d. 9- júní 1873 á
Skuggabjörgum í Deildardal, vinnumaður á Háleggsstöðum í
Deildardal 1816, hjá Jóni frænda sínum Þórðarsyni Grímólfs-
sonar, bóndi í Grafarseli 1834—56 en síðast húsmaður á Skugga-
björgum, hjá systurdóttur sinni Þorgerði Jónsdóttur og m.h. Jóni
Jónssyni. ,,Jón hafði jafnan fremur lítið bú í Grafarseli, en virðist
þó hafa komist vel af. Árið 1854 átti hann 37 kindur og 6 hross,
og þá tíundaði hann 5,5 hndr. lausafjár. Hann gerði sér kálgarð
sem hann smá jók við og stækkaði, þannig að hann var orðinn 20
ferfaðmar að stærð árið 1859- Aldrei varð Jón verulega efnaður, en
hafði þó nóg fyrir sig að leggja í ellinni, og var dánarbú hans virt á
195 rd. og 16 sk., að frádregnum skuldum" (Skagf. æviskrár
1850—1890 11:152). K.: um 1830, Dóróthea Jónsdóttir, f. um
1800 á Nýlendi á Höfðaströnd, d. 24. mars 1871 á Skuggabjörg-
um. For.: Ragnhildur Þórðardóttir húsmóðir og m.h. Jón Péturs-
son bóndi á Nýlendi og víðar. Börn þeirra: a) Kristrún, b) Ragn-
hildur, c) Guðrún, d) Jón, e) Guðrún, 0 Jón, g) Jóhann.
2a Kristrún Jónsdóttir, f. 1831, vinnukona, m.a. á Snæbjarn-
arstöðum í Þingeyjarsýslu. Barnsfaðir: Stefán Árnason, bóndi á
Þúfu í Laufássókn. Dóttir þeirra: a) Sigrún.
3a Sigrún Stefánsdóttir, f. 1865 í Laufássókn. M.: 1888, Indriði
Magnússon, f. 23. febrúar 1859, d. 30. júlí 1919, húsmaður á
Neðri-Dálksstöðum á Svalbarðsströnd 1887—88, bóndi á Gauts-
218