Skagfirðingabók - 01.01.2002, Blaðsíða 195
ELDJÁRNSÞÁTTUR
full vissa er fyrir að var hjá öðrum 1801 var Egill; hann var þá
9 ára, kominn að Valabjörgum. Líkast til hafa Valabjargahjón
tekið hann til sín í heiðursskyni við foreldra hans, fremur en af
gustuk. Til þess bendir það sem áður er nefnt að þau gáfu hon-
um fjórðungsgjöf sína og hafa því ætlað að manna hann.
Veturinn 1802 og vorið 1803 bar það til að báðir föðurbræð-
ur Eldjárns létust, séra Egill Eldjárnsson í kröm syðra og séra
Sigfús Jónsson í Höfða í virðulegum aldurdómi nyrðra. Um
sama leyti er greinilegt að fjárhagur Ennishjóna hefur verið
orðinn slæmur, enda var Eldjárn nú orðinn hálfsextugur og lík-
lega slitinn af erfiði. Þau Kristrún urðu nú að láta börnin frá
sér eitt af öðru. Guðrún eldri var komin að Ljótsstöðum 1803,
sem fyrr segir, til bærilega megandi bændahjóna þar. Guðrún
yngri og Sigfús eru sömuleiðis farin frá Enni 1803, líklega til
Snjólaugar föðursystur sinnar í Laufási. Búið í Enni var svo lít-
ið að það bar engan aukamannskap. Jafnvel elstu börnin, Hall-
grímur og Þórvör, urðu því að fara annað eftir viðurværi þótt
þau væru orðin matvinnungar og vel það. Þórvör fór til prests-
hjónanna á Ríp, séra Magnúsar Árnasonar (biskups Þórarins-
sonar) og Onnu Þorsteinsdóttur (prests Hallgrímssonar), bróð-
urdóttur Eldjárns; barst síðan vinnukona með þeim vestur í
Húnavatnssýslu. Hallgrímur fór sem fyrr segir að Tjörn í
Svarfðardal, til séra Þórarins Sigfússonar, var með vissu kominn
þangað 1807 en hefur trúlega farið til Þórarins nokkrum árum
fyrr. Þegar Eldjárn og Kristrún fluttust frá Enni að Háleggs-
stöðum, árið 1806, má því víst telja að þau hafi aðeins haft hjá
sér þrjú af börnum sínum: Eyjólf, 12 ára, Solveigu, 11 ára, og
Jón, 9 ára.
Það bar til tíðinda sumarið 1809 sem fyrr segir að Jörgen
Jörgensen gerðist kóngur á Islandi og var á meðal stjórnarat-
hafna hans að hann hélt í yfirreið um Norðurland, allt norður í
Hofsós og að Möðruvöllum. Það var hlægileg för og gagnslaus
eins og flestar yfirreiðir landsstjórnarmanna fyrr og síðar. Ef-til
vill hefur Eldjárn verið í kaupstað og barið augum þennan ný-
13 Skagfirðingabók
193