Skagfirðingabók - 01.01.2002, Side 179
ELDJÁRNSÞÁTTUR
mikill og gekk margt að óskilum“, en Ingibjörg „réði... því er
hún vildi; varð þá ærið útdráttarsamt", segir Espólín í Skag-
firðingasögu sinni, íbygginn sem oftar.94 Annars staðar er enn
meira gefið í skyn, sagt að Ingibjörg væri „að lagi með Jóni
sýslumanni“.95 Að Jóni látnum, 1771, fékk Ingibjörg ábúðina á
Hofi, enda hafði hún staðið fyrir búskap þar og vissi umráða-
maður jarðarinnar því að hverju var að ganga, var líklega sátt-
ari við framgöngu Ingibjargar en Espólín. En það spillti varla
fyrir Ingibjörgu að hún var talsvert skyld umráðamanninum,
Jóni Steingrímssyni, eldklerkinum sem síðar varð. Faðir henn-
ar, Ólafur bryti, var dóttursonur Steingríms Guðmundssonar á
Hofi í Vesturdal, þess sem Steingrímsætt yngri er kennd við.
Annað barnabarn Steingríms og Solveigar konu hans var Stein-
grímur bóndi á Þverá, faðir séra Jóns.
Stemgrimur Cju&mundsson á dCofi í 'Vesturdaf+Sofveig Ifflrsefóttir
Steinunn í ‘EyíuúfórfoCti Jón írm. á (Bjamastöðum
I I
Ófófiirjónsson 6ryti Steingrímur Jónsson á <Þverá
. I I
Ingi6jörg Ófófsefóttir á Jfofi á Jföfiðaströnef Sr. Jón Steingrímsson
Þremenningsfrændsemi þætti víst ekki náin nú til dags en séra
Jón leit öðruvísi á, notaði orðið „náfrændi" um fjórmenninga
sína.96
Hof hafði verið erfðaóðal Jóns Vigfússonar klausturhaldara á
Reynistað, sem þar dó haustið 1752, úr drykkjuskap og heldur
óvirðulega ef marka má frásögn séra Jóns Steingrímssonar.97
Kona klausturhaldarans var Þórunn Scheving og synir þeirra,
Jón og Vigfús Scheving, eignuðust Hof að föður sínum látnum.
Seinni maður Þórunnar, gift 1753, var einmitt séra Jón Stein-
grímsson. Varð hann nú tilsjónarmaður með eigum konu sinn-
12 Skagfirðingabók
177