Skagfirðingabók - 01.01.2002, Blaðsíða 213
NOKKRIR ELDJÁRNSNIÐJA
1822—32, Auðkúlu í Svínadal 1832—33, Snæringsstöðum 1833—47
og í Stóradal frá 1847 til æviloka (Skagf. æviskrár 1850—1890
V: 15 5—156). Synir Sigríðar og Kristjáns: Halldór ogjðn, fóru með
móður sinni til Vesturheims.
3g Sigvaldi Bjarnason, f. 21. desember 1860 á Fremstagili, d. 2.
febrúar 1934, húsasmíðameistari; lærði trésmíðar í Reykjavík um
tvítugsaldur, smiður og vert á Bíldudal um skeið, kom aftur til
Reykjavíkur um aldamótin og stundaði þar trésmíðar og var einn
af merkustu trésmíðameisturum landsins á fyrstu áratugum
aldarinnar, var í stjórn trésmiðjunnar Völundar, gegndi ýmsum
störfum og naut almenns trausts, talinn fróðleiksmaður (Isl.
æviskrár IV:280). K.: 1892, Guðrún Pétursdóttir, f. 1849, hús-
móðir. For.: Guðrún Jóhannesdóttir bónda á Syðri-Brekkum í
Blönduhlíð og Nautabúi í Hjaltadal Arasonar og m.h. Pétur Kol-
beinsson kaupmaður í Bjarnarhöfn. Börn þeirra komust ekki upp.
3h Sigurður Bjarnason, f. 1862.
3i Halldór Bjarnason, f. 25. september 1863 á Úlfagili, d. 1.
febrúar 1905 í Reykjavík, sýslumaður á Vatneyri við Patreksfjörð;
stúdent frá Reykjavíkurskóla 1887, cand. juris frá Hafnarháskóla
1894, fulltrúi bæjarfógetans í Reykjavík og jafnframt málafærslu-
maður í nokkur ár, sýslumaður í Barðastrandarsýslu frá 1899
(Lögfræðingatal 11:188). K.: 20. september 1895, Margrét Egils-
dóttir, f. 19. janúar 1857, d. 29- september 1912, húsmóðir. For.:
Guðrún Halldórsdótrir húsmóðir og m.h. Egill Jónsson bók-
bindari í Viðey og síðar bókbandsmeistari og bæjarfulltrúi í
Reykjavík (Stéttartal bókagerðarmanna 1:148). Barnlaus.
3j Óskírð stúlka, f. 1867 á Úlfagili.
2d Guðrún Jónsdóttir, f. 1829 á Blöndubakka, d. þar 17. janúar
1829.
2e Guðjón Jónsson, f. 1830, d. 9- nóvember 1830.
2f Sigfús Jónsson, f. 22. september 1831, d. 1. nóvember
1875, bóndi í Stóruhlíð. K.: 17. september 1856, Helga Ólafs-
dóttir, f. 31. júlí 1820, d. 21. september 1871, húsmóðir. For.:
Helga Magnúsdóttir húsmóðir og Ólafur Magnússon bóndi í Lækja-
211