Skagfirðingabók - 01.01.2002, Blaðsíða 54
SKAGFIRÐINGABÓK
Langloka þessi er að stofni til lofgerðarrolla um Sigurð Sigfús-
son, kaupmann á Sauðárkróki („Sigurður Sigfússon og starf-
semi hans“). En jafnframt er þar sparkað úr klaufum í ýmsar
áttir og naumast af kennimannlegri góðfýsi, svo að ekki sé fast-
ara að kveðið.“ Næst greinir Gísli frá því að séra Lárus hafi
þarna fyrirmynd, og vitnar til greinar Kristmundar sem áður er
hér getið og telur jafnræði með báðum í tilliti meðferðar á efni
til verðlagningar sögulegrar varðveislu; tekur fram jafnframt
að málflutningur Kristmundar hafi verið „að vísu fjarstæðu-
kenndur um margt, enda rækilega hrakinn í svargrein er kom í
Tímanum nokkru síðar.“ (Kemur þáttarritara þarna í hug, að
tilurð þeirrar greinar hafi ekki verið Gísla efni til undrunar að
ráði). Gísli telur að Sigurði, sem talið hafi sig framsóknarmann
fram að þessu, hefði sæmt betri kostur en sá að
fá til sem málsvarnarmann einn hinn rammasta Sjálf-
stæðismann og ekki alltaf hlutvandan, ef svo ber undir.
Nú er það sannast mála, að eigi mundi ég annan frem-
ur kjósa til að mæla eftir mig dauðan en séra Lárus á
Miklabæ. Kemur þar til vinátta forn og ný, sem hingað
til hefir staðist allar greinir, er með okkur hafa orðið,
sem og hitt, að við leiðarlok er honum frábærlega vel
lagið að fara svo nærfærnum höndum um feril manna,
kosti jafnt sem bresti, að til samúðar horfir og betri
skilnings. Til hins er hann jafn illa fallinn, að skrifa sam-
tímasögu, þ.e. sanna og hlutlausa frásögn af mönnum,
sem eru að starfi og af atburðum, sem eru að gerast í
kringum hann. Veldur þar mestu um hvatvísi hans í dóm-
um um menn og málefni, persónuleg sjónarmið, stund-
um næsta fráleit, og hóflaust ofmat á eigin dómskyggni.
Og fyrir hvatvísi séra Lárusar er það, að ég skrifa þessar
línur. Hann lætur í það skína í grein sinni, að hún sé
samin og birt vegna ókunnugra. Aðrir - þ.e. Skagfirð-
ingar - þurfa ekki læknis með. Þetta kynni að mega til
52