Skagfirðingabók - 01.01.2002, Blaðsíða 163
ELDJÁRNSÞÁTTUR
viðri en á þriðja degi gerði úrhelli. Vegna votviðrisins gátu eið-
ar hinna veraldlegu ekki farið frafn undir berum himni nema
rétt í fyrstunni og urðu þeir því að þrengja sér inn í amtmanns-
búðina en aðrir, þeir sem lægra voru settir, stóðu í höm fyrir
utan og gekk svo þann dag allan og einnig fjórða stefnudaginn.
Rigningin lak mönnum um skegg og bringu, hár og bak og
um leggina og ofan í skóbúnaðinn og urðu þeir því fegnastir að
ríða heim á leið strax nóttina eftir að eiðatökunum lauk, enda
stytti þá loks upp og var tunglsljós á.52 Veislan fórst fyrir, tákn-
rænt. Kóngurinn nýi var frábitinn léttúð og í hönd fór hágengi
heittrúarstefnunnar með alvöru og guðrækni og raunar einnig
hóflegum húmanisma í bland.
Þarna voru þeir allir staddir: séra Skúli, Scheving klaustur-
haldari, Jón sýslumaður og Þorsteinn prófastur á Hrafnagili og
hafa líkast til verið í samreið suður, ásamt fjölda annarra norð-
lenskra fyrirmanna. Nú gafst upplagt færi að ráðgast um
hneykslanlegt framferði prestsekkjunnar í Auðbrekku og mörg
fleiri hafa færin verið en ekki er að sjá að valdsmennirnir hafi
nýtt sér þau og ekki var þeim Þórvöru og Jóni stíað í sundur
svo sem rétt hefði þó verið og skylt.
Aður er frá því sagt að afi Jóns og langafi, Hallur í Búðarnesi
og Finnbogi faðir hans gerðu uppsteyt á móti kirkjuvaldinu. Ef
til vill hefur Jóni brugðið til þeirra langfeðga sinna um skap-
lyndi, þótt hann hlyti síðar mannvirðingar, og kirkjunnar
menn ekki viljað eiga undir þeim ofsa. Önnur skýring er þó
miklum mun líklegri, nefnilega sú að Þórvör hafi enn notið
þess að Egill faðir hennar var góðmenni og framúrskarandi
skólamaður. Einn af námspiltum hans á Hólum árin 1678-
1684 var Steinn Jónsson, fátækur piltur og þá orðinn föður-
laus, frá Hofstöðum í Hofstaðabyggð.53 Ur þessum skjólstæð-
ingi Egils rættist því að atvikin höguðu því svo að hann varð
biskup á Hólum næstur á eftir Birni Þorleifssyni, sat staðinn
1712—39- Steinn var valmenni og lét nú Þórvöru Egilsdóttur
njóta velgjörða séra Egils í sinn garð, þótt langt væri um liðið
11 Skagfirðingabók
161