Skagfirðingabók - 01.01.2002, Side 150
SKAGFIRÐINGABÓK
Sr. ÞorCaCurJfaCígrimsson
Sr. Jón (Bjðmsson í Qrímstungum ‘Pórdurá Marðamúpi guð6rarufur 6is6up
, I I
Sr. OíaýuriMi6Ca6a,f um 1570------ + ------Quðrún'Þórðardottir
, I
VÍgcfít Oíafsdóttir
Fjórar dætur Halldórs og Vigdísar komust á legg: Björg,
Helga, Guðrún og Halldóra á Seylu, kona Skúla Ólafssonar
lögréttumanns, formóðir Björns Blöndals sýslumanns, Bene-
dikts Gröndals yngri og margra annarra. Fimm óskilgetin börn
Halldórs nefna ættfræðingar líka: Hallgrím skáld og sund-
kennara á Steini á Reykjaströnd, Pál á Esjubergi og Árvelli
syðra, Jón, Gunnvöru og Helgu. Líkast til hafa einhver af þess-
um börnum verið hórgetin, en hvað sem um það er þá er ljóst
að öll þessi skírlífisbrot hafa gengið nærri fjárhag Halldórs og
átt sinn þátt í því að hann komst að lokum í þrot.
Synirnir þrír, Hallgrímur, Páll og Jón, virðast allir hafa verið
börn Ingiríðar ullarkonu áðurnefndrar og hefur Halldór kall
því dugað til nokkurs. Stundum er talið að þau hjónaleysin
hafi gifst eftir að þau voru tekin heim að Hólum.25 En reyndar
er harla ólíklegt að Björn biskup hafi nennt að brjótast í að fá
uppreisn fyrir þau vegna hneykslanlegs og ólöglegs lífernis
þeirra og sennilegra að hann hafi tekið við þeim með því skil-
yrði að þau enduðu sínar óblessuðu samvistir og hefðu aðskilin
verelsi á Hólum. Vinátta biskups við prófessor Árna, kóngsvin-
inn, hefur dugað til þess að landsyfirvöldin létu það óátalið að
hann skyti skjólshúsi yfir svo óskikkanlegar persónur, og lík-
lega hollast að láta sem minnst á málinu bera.
TfróCfur (Bjamason sterfff. náC 1530
I
‘ÞoidergurSfróCfsson á SeyCu Ingtmurufurjónsson 6óndt á Mar6aH
I I
Jfaddor <Þor6ergsson, f. um 1623 --- + -------IngiríÓur Ingimundardóttir, f. um 1676
148
Jón Jfaddorsson,f 1698