Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 28
SKAGFIRÐINGABÓK
ekki hægt um vik þar sem margt virðist nú glatað af gögnum
sem þar hefðu þurft að vera tiltæk. Á móti kemur að skrif þessi
varpa nokkru ljósi á þá umræðu, viðhorf og átök sem mynduð-
ust um þennan óvenjulega athafnamann í héraðinu.
Það dylst að sjálfsögðu engum að skrif þessi eru ekki upphaf
umræðu og skiptra skoðana í héraði, né heldur það að aðdrag-
andinn eru þær þrengingar í rekstri fyrirtækja Sigurðar og
samstarfsaðila hans sem leiddu til endalokanna er þá voru
skammt undan. Upphaf þeirra blaðaskrifa, sem hér er gripið
niður í, má rekja til hvatvíslegrar ádeilu á Sigurð Sigfússon
vegna vanskila á launum til verkafólks. Hjálmar Theodórsson
hélt á penna, verkamaður á Sauðárkróki, og birtist greinin í
Tímanum 5. janúar 1957 undir heitinu: „Teningunum kastað á
Sauðárkróki".
Hjálmar dvaldist á Sauðárkróki um nokkurra ára skeið og
stundaði þar almenna verkamannavinnu. Á þeim tíma staðfesti
hann þar ráð sitt og fluttist síðan með konu sinni til Húsavíkur
þar sem hann stundaði trillusjómennsku. Hann var þekktur
skákmaður og þar í fremstu röð, allvel greindur en nokkuð sér-
stæður í háttum og tali og hafði óbilandi sjálfstraust. Gat verið
hvatvís í orðum og jafnvel orðskár til muna væri honum mikið
í hug líkt og þá er hann skrifaði umrædda grein, sem tæpast
mun sagt verða að staðið hafi honum til neinnar sæmdar og
mun þá einu hafa gilt hvorum megin menn stóðu í viðhorfum
til þess sem á var deilt. Að Hjálmari stóðu sterkir stofnar, en
faðir hans var hinn þekkti rithöfundur Theodór Friðriksson og
móðirin Sigurlaug eldri Jónasdóttir frá Hróarsdal.
Grein Hjálmars fyrrnefnd, sem að líkindum speglar að
nokkru þá umræðu sem jafnan fer í gang þá er vandræði mynd-
ast milli launagreiðenda og launþega, verður ekki birt hér í
heild, aðeins meginatriði hennar rakin og gripið niður á
nokkrum stöðum, en undirtitill hennar er: „Viðskipti verka-
fólks í bænum við Sigurð Sigfússon og fyrirtæki hans.“
Þarna rekur Hjálmar deilur verkalýðsfélaganna á Sauðárkróki
26