Skagfirðingabók - 01.01.2002, Blaðsíða 171
ELDJÁRNSÞÁTTUR
Sveinn Sölvason lögmaður á Munkaþverá hafði farið með
umboð Hólastóls um nokkurra ára skeið og Vigfús Hansson
Scheving, síðar sýslumaður á Víðivöllum, var skólaráðsmaður.
Þeir voru ólíkir menn, Sveinn flugvel gefinn, skáldmæltur og
gleðimaður en hæðinn og stríðinn, Vigfús hins vegar „gæfur og
ráðsvinnur í skapi, séður og fastheldinn, en ekki ör, og fór þó
aldrei lítilmannlega".71
Líkast til voru allir þessir höfðingjar viðstaddir víglsuat-
höfnina, og enn aðrir hafa þar verið þótt þeir séu hér ónefndir.
Almúginn, þar á meðal vinnu- og ölmusufólk Hólastaðar, sat
úti við dyr en einhvers staðar um miðbik kirkju sátu skóla-
sveinar.
Eldjárn var í Hólaskóla 1763—70 að undanskildum vetrin-
um 1768—69- Líklegt er að skólabræður hans á þessum árum
hafi verið um 50 talsins og yfir 20 þeirra voru viðstaddir
kirkjuvígsluna. A.m.k. sex þeirra útskrifuðust strax vorið
1764, óvenju margir. Þar á meðal voru Jón Jónsson frá Löngu-
mýri, sem síðar kemur stutt við sögu, og Þórður Jónsson frá
Völlum, móðurbróðir Eldjárns, „frægur raddmaður og frábær
að næmi“72. Novi eða nýsveinar haustið 1763 voru venju frem-
ur margir, níu að Eldjárni töldum.73 Þar á meðal voru séra
Snorri Björnsson á Hjaltastöðum, séra Gunnlaugur Gunn-
laugsson á Hálsi í Fnjóskadal, séra Þorleifur Sæmundsson á
Stað í Kinn, og Jón Johnsonius sýslumaður í Vigur, vel gefinn
maður, skáldmæltur og varð lærður í fornum fræðum. Af öðr-
um skólabræðrum Eldjárns sem hljóta að hafa verið viðstaddir
vísluathöfnina 1763 verður að nefna Sigurð Stefánsson síðar
biskup á Hólum (brautskráður 1765), Jón Jónsson frá Völlum
(1767), móðurbróður Eldjárns, síðar prest í Glæsibæ og á
Myrká, séra Magnús Arnason í Fagranesi (1767) og séra Gunn-
ar Hallgrímsson í Laufási (1767).
Á meðal yngri skólabræðra Eldjárns, sem ekki voru komnir í
skólann 1763, var t.d. séra Hannes Scheving á Grenjaðarstað,
sem síðar átti Snjólaugu tvíburasystur Eldjárns. Hannes út-
169