Skagfirðingabók - 01.01.2002, Blaðsíða 12
SKAGFIRÐINGABÓK
stóran barnahóp og vöntun á mörgum nauðsynjum virtist hún
aldrei skipta skapi. Hugró hennar var óvenju mikil, en þó
vantaði hvorki skap né snerpu. Hún var höfðingi heim að sækja
og ekki smátæk í neinu. Hjónin voru í ýmsu lík og í öllu sam-
hent. Sambúð þeirra var til fyrirmyndar".
Aður en Sigfús og kona hans fluttust að Syðri-Brekkum
höfðu þau búið, fyrst á Grófargili og síðan á Kjartansstöðum,
sitt árið á hvorum bæ. Frá Syðri-Brekkum fluttust þau að Hofi
á Höfðaströnd og bjuggu þar í þrjú ár, eða til ársins 1921, er
þau fluttust að Gröf á Höfðaströnd, þar sem bú þeirra stóð í 20
ár, til ársins 1941 er þau færðu búið í hendur tveggja barna
sinna, Svanhildar og Bjarna og maka þeirra.
Börn þeirra Grafarhjóna urðu átta og eru þau nú öll látin er
þetta er ritað.
1. Sigurður, f. 9- september 1897, d. 4. janúar 1918. Ókvænt-
ur og barnlaus.
2. Jósafat, f. 14. september 1901, d. 10. desember 1990.
Lengst búsettur á Sauðárkróki, þar sem hann starfaði við
fiskvinnslu og sem verkstjóri um skeið í frystihúsi. Kona,
Jónanna Jónsdóttir frá Hofsósi.
3. Ingibjörg, f. 27. nóvember 1902, d. 5. ágúst 1978. Maður
1, Sveinn Jónsson. Maður 2, Arni Jóhannsson. Lengst bú-
sett á Siglufirði.
4. Jóhann, f. 25. nóvember 1905, d. 16. febrúar 1991. Út-
gerðarmaður í Vestmannaeyjum og sfðar fasteigna- og
skipasali í Reykjavík. Kona, Ólafía Sigurðardóttir.
5. Guðrún, f. 2. september 1907, d. 13. ágúst. 1986. Lengst
búsett á Hofsósi, síðar á Akureyri. Maður, Garðar Jónsson,
skólastjóri.
6. Svanhildur, f. 15. október 1907, d. 29- maí 1996. Maður,
Ólafur Jónsson, b. í Gröf á Höfðaströnd.
7. Bjarni Ingibergur, f. 21. júní 1916, d. 29- mars 2001. Bóndi
í Gröf og síðar verslunarmaður á Sauðárkróki og Reykjavík.
Kona, Gunnlaug Jónsdóttir. Búsett síðast í Reykjavík.
10