Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 276
268
hinn helmingurinn af hrútum. Fengin var undanþága til að meta skrokka af hrútlömbum
slátrað eftir 20. október í gæðaflokka D og H:
D = Lambaskrokkar, þ.e. skrokkar með „lambaeinkenni“ og eðlilega lykt. Þeir voru verðlagðir og
meðhöndlaðir á sama hátt og aðrir lambaskrokkar.
H = Hrútskrokkar, þ.e. skrokkar með hrútaeinkenni, dökka, gula eða brúna fitu og óeðlilega lykt.
Hrútaverð og bætur frá Landssamtökum sauðfjárbænda.
Gimbrarskrokkar voru metnir á sama hátt en allir verðlagðir sem lambaskrokkar.
D-skrokkamir voru unnir á hefðbundinn hátt og afurðir af þeim voru settar á markaðinn
eftir hefðbundnum leiðum, það er í mötuneyti og stórmarkaði og aðrar verslanir. Gæðastjóri
SS var beðinn að skrá allar kvartanir vegna kjötsins.
Niðurstöðurnar voru á sama veg og í hinum tilraununum. Engin ólykt fannst af kjötinu
1. nóvember, en 8. og 15. nóvember varð lyktin sterkari án þess að um ólykt væri að ræða.
Eftir það minnkaði lyktin og varð frekar lítil. Lyktin af fitunni af hrútlömbunum var áberandi
sterkari fyrstu vikumar, en svo minnkaði hún. Þó var ekki um hrútalykt að ræða. Alls vom
metin um 400 lömb, 20 þeirra voru til vonar og vara tekin frá til frekari mælinga, mest hrútar,
en einnig voru nokkrir gimbrarskrokkar.
Engar kvartanir bámst gæðastjóra SS frá neytendum vegna kjöts af þeim 200-250 hrúta-
skrokkum sem voru á markaðinum frá annarri viku nóvember og fram að jólum. Þó verður að
taka það fram að þegar nálgast tók fengitímann í desember vom lnútamir langt frá því að vera
glæsilegir til kjötframleiðslu. Bæði skítugir, blóðugir og í mikilli aflögn. Skrokkar hrútlamba
sem slátrað var í byrjun desember voru settir í sérstaka vinnslu en ekki á neytendamarkað, því
þeir fóm flestir í gæðaflókk P-1.
UMRÆÐUR OG ÁLYKTANIR
Nota þarf niðurstöður allra þessara verkefna til að koma með tillögur um framtíð hrúta-
dagsins. Á hann að vera óbreyttur, á að seinka honum eða á að leggja hann alveg niður?
Flest bendir til þess að það sé fyrst og fremst tegund fóðurs, aldur og ástand lambanna
við slátmn, en ekki kynferði, sem ráði bragði og óbragði í lambakjöti. Hrútadagurinn 20.
október stenst því ekki ef hann byggir eingöngu á rökum um hrútabragð. Þegar líður á haustið
verða ýmsar breytingar hjá lömbunum sem vert er að huga að. Lömbin em á ræktuðu landi og
stundum eru þau bötuð á öðru en grasi. Aðstæður í fjárhúsum em misjafnar hjá bændum.
Hrútar fara að leggja af þegar líður að fengitíð. Lömbin em eldri þegar þeim er slátrað. Allar
þessar breytingar auka líkumar á bragðgöllum í kjöti og þeir verða meiri af kjöti hrútlamba en
gimbra eða geldinga. En munurinn er ekki svo afgerandi að það réttlæti að flokka kjöt af 5,5-
7 mánaða gömlum hrútlömbum með kjöti af fullorðnum hrútum og verðleggja það sem slíkt.
Gæðamat á kjöti er tenging innleggjenda við úrvinnslu, markað og neytendur. Það er
réttur neytenda að vita um uppruna og eðli þeirrar vöm sem þeir kaupa. Hér er spumingin
hvort þeir eigi rétt á að vita hvemig lambakjötið sem þeir em að borða er framleitt, þ.e. þarf
að greina á milli ungra sumar- og haustlamba annars vegar og vetrarfóðraðra lamba hins
vegar. Það var ekki gert þegar kjötmatinu var síðast breytt.
Niðurstöður þeirra tilrauna sem ijallað var um hér á undan em þær að kjöt af hrútlömbum
sé þokkalegasta kjöt. Munurinn á ,því og kjöti af ungum sumarlömbum reyndist ótrúlega lítill.
Því ætti að vera í lagi að grunnflokka allt kjöt í sama flokk.
I flestum öðrum löndum em ekki sérstakir hrútadagar í reglum um gæðamat á kindakjöti.
Þar er heldur ekki skylt að gelda öll hrútlömb sem ætluð eru til slátmnar. Noregur og Græn-
land eru einu löndin með sérstaka hrútadaga. Á Grænlandi er stuðst við íslensku reglumar, en
norsku reglurnar eru í 1. töflu.