Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 307
299
Margt hefur breyst frá sjöunda áratugnum svo að nú má telja vænlegra til árangurs að
rækta rýgresi hér á landi. Mestu máli skipta e.t.v. þær miklu framfarir sem hafa orðið vegna
kynbóta erlendis. Undirstaða þeirra er hinn mikli náttúrulegi breytileiki í rýgresi. En það hafa
líka orðið ýmsar aðrar breytingar sem gera tiltölulega skammæra tegund eins og rýgresi
áhugaverðari hér á landi nú en á sjöunda áratugnum. Þá var kuldaskeiðið 1965-70 með sínum
kalárum að skella á. Við þau skilyrði var ekki áhugavert að gera tilraunir með vonarpening
eins og enskt rýgresi virtist vera. Viðhorf eru breytt að mörgu leyti, bú hafa stækkað og
verkun heys breyst, sáðskipti hafa aukist og því getur verið eðlilegt að rækta gras sem endist
aðeins í fá ár.
YRKISPRÓFANIR 1995-1998
Árið 1995 hófust tilraunir með samanburð á yrkjum sem rétthafar þeirra höfðu áhuga á að fá
prófuð hér á Iandi gegn gjaldi. Alls voru prófuð 11 yrki af ijölæru rýgresi, 4 tvílitna, 6 ferlitna
og eitt sem er víxlun við hávingul. Af þessum 11 yrkjum voru 2 valin sem samanburðaryrki,
annað er Svea (2n), sem hafði sýnt tiltölulega mikið vetrarþol í rannsóknarstofuathugunum
Bjarna Guðleifssonar (Pulli o.fl. 1996), og hitt er runnið firá þeim norska efnivið sem reyndist
vel í tilraun 1990-93. í tilraununum 1995-99 gekk það undir nafninu RaigtS (4n), en hefur nú
fengið nafnið Einar. Það hafði þó ekki hlotið viðurkenningu sem yrki þegar síðast spurðist og
er því ekki komið á markað. Nánari lýsing og niðurstöður þessara og annarra tilrauna, sem hér
er fjallað um, hafa birst í árlegum tilraunaskýrslum frá 1995-98 (Hólmgeir Bjömsson og Þór-
dís Anna Kristjánsdóttir 1996, 1997, 1998, 1999) og niðurstöður frá 1999 munu birtast með
sama hætti fyrir vorið. Af yrkjunum skorti 5 vetrarþol í þeim mæli að vart er ástæða til að
fjölyrða um niðurstöðumar. Hin 6 eru;
• Tvílitna (2n): Svea SW, Liprinta Lip., Lilora Lip.
• Ferlitna (4n): Einar Pla., Baristra Bar., Tetramax DP.
Nöfnum yrkjanna fylgir skammstöfun á heiti kynbótafyrirtækis, Svalöf/Weibull í Sví-
þjóð, Lippstad í Norður-Þýskalandi, Planteforsk í Noregi, Barenbmg í Hollandi og Dansk
Planteavl í Danmörku.
Sáð var í tilraunir á Korpu og Sámsstöðum 1995, Þorvaldseyri og Möðruvöllum 1996 og
Hvanneyri 1997. Áætlað sáðmagn var um 25 kg/ha af tvílitna rý’gresi og 35 kg/ha af ferlitna.
Munurinn er minni en nemur mismun á stærð ffæs. Svörðurinn af tvílitna rýgresi varð mjög
þéttur og má vera gisnari án þess að dragi úr uppskeru, enda er minna sáðmagn ráðlagt í
Bandaríkjunum, 16-20 kg/ha (Balasko o.fl. 1995). Þrjár endurtekningar voru á hverjum stað
og sáð var með sáðvél nema á Möðruvöllum. Sáningin þar tókst ekki eins vel og í hinum til-
raununum, reitimir vom misjafnlega grónir. Rýgresi er fljótt til og spretta varð töluverð árið
sem sáð var. Landið var slegið um haustið, en uppskeran ekki mæld. Ætlunin var að mæla
uppskem í næstu tvö sumur eftir sáningu og slá þrisvar hvort sumar. Áburður átti að vera 120
kg/ha af N að vori, 60 kg/ha eftir 1. sl. og 40 kg/ha eftir 2. sl., alls 220 kg/ha um sumarið.
Áburði var þó sleppt effir 2. sl. ef ekki átti að slá 3. sl. Þetta er meiri áburður en mælt er með.
Hugmyndin með því að bera mikið á er að með þvi móti reyni meira á yrkin. Á Hvanneyri átti
rýgresið ffemur illa vist veturinn 1997-98 með sínum kuldaskeiðum, jarðvegurinn er mýrar-
jörð sem varð forblaut að vetrinum, og kemur uppskera þaðan ekki til frekari umfjöllunar. I
hinum tilraununum fjórum lifði rýgresið vel fyrsta veturinn, þ.e.a.s. þau yrki sem fyrr voru
talin. Aiman veturinn varð það fyrir nokkrum áföllum, á Korpu og Möðruvöllum voru áhrifin
á hin þolnari yrkin ekki veruleg, en á Sámsstöðum og Þorvaldseyri varð allt rýgresi fyrir tölu-
verðum hnekki. Þar sem noldcurt líf var að sjá um vorið kom rýgresið þó til um síðir og gaf
góða uppskeru. Rýgresið var tvíslegið á Sámsstöðum og Þorvaldseyri seinna sumarið, á Þor-